Kirkjuritið - 01.12.1935, Síða 13

Kirkjuritið - 01.12.1935, Síða 13
Kirkjuritið. Helgi mannlifsins. 407 skilja mennirnir jarðligri skilningu, því að þeim er eigi gefin andlig spekðin“. Jól! Hinum ólíkustu sálum veita þau gleði, hinum ólíkustu mönnum langþráðan sálarfrið, svo að jafnvel þeir, sem sjaldnast telja sig liafa tíma til að hlusta á óm heilagra mála, heyra þá eins og „hljómkast af ann- arrar veraldar orðum“. En i allri marghreytni þeirra liug- arhræringa, sem vitja vor á jólunum, mégum vér aldrei gleyma því, að konungur þeirra fæddist og tók á sig alla vtri fátækl vora, til þess að hefja upp i hærra veldi hug- myndir vorar um mannlegt líf og sýna oss helgidóma þess i óviðjafnanlegri fegurð og hátign. Guð í hæstum hæðum gefi, að vér megum fá lært af honum og fyrir órofa trúarsamfélag við liann, í bæn, tilbeiðslu og heil- ögum sakramentum, finna þá helgidóma í sálum vor- um, sem farsæld og. heilhrigði kynstofnsins er undir komin, að vér lærum að virða. f Guðs nafni, gleðileg jól! EFTIRTEKTARVERÐ BÓK EFTIR MANFRED BJÖRKQUIST. Hinn nafnkunni skólastjóri í Sigtúnum í Sviþjóð, sem nýtur mikillar virðingar um öll Norðurlönd, bæði sem uppeldisfræð- ingur og rithöfundur, gaf út árið 1928 bók um samlíf karla og kvenna, er á voru máli mætti nefna „Mannúð og manngildi“, en á sænsku heitir „Eros och Personligheten. En unffdomsbok“. Bók þessi, er fjallar um lielztu vandamál ástalífsins, hefir náð mikilli hylli og er á þessu ári komin út í 4. útgáfu með nýrit- uðum eftirmála höfundar. Á hún áreiðanlega erindi einnig til vorrar þjóðar og vil ég því eindregið ráða mönnum til að eign- ast hana. Hún er ódýr, kostar hér heima aðeins tvær krónur og 65 aura. S. P. S.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.