Kirkjuritið - 01.12.1935, Page 17

Kirkjuritið - 01.12.1935, Page 17
Kirkjuritið. Hið fagra land vonanna. 411 En því aðeins trúði liann þessn, að hann var fullviss um það, að sami kærleikurinn, sem hann fann i brjósti sínu, logaði einnig í hjarta tilverunnar, þess alvalds, sem er skapari alls og' faðir, og þessvegna var hann viss um, að í mönnunum hlyti að lokum að verða sigursæll sá viljinn, sem verkaði til góðs. Jesús bar meiri lotningu fyrir lífinu en samtímamenn lians, af því að hann trúði því, að Guð lífsins væri meiri en liann sjálfur. Hann sá sýnir, sem aðrir sáu ekki. Hann sá guðsríkið, sem var að koma. Innan skamms nnmdu allir sameinast i bróðurlegu samfélagi, eins og Guðs elskuð börn i einu ríki. Alt hið illa og ófullkomna mundi hverfa á braut. Gleði og fögnuður mundi ríkja. Líkar sýnir sá Móse. Hann öðlaðist skyndilega þá hug- tnynd, að Guð sé góður og vilji leiða börn sín burt frá þrældómshúsinu og inn í fyrirheitið land fagnaðarins. Þessi sannfæring verður svo sterk, traust hans á Guði svo mikið, að liann tekst sjálfur erindi Guðs á hendur. Hann sér liandleiðslu Guðs i öllum hlutum. Hann sér allsstaðar Ijómann af nærveru hins lifanda Guðs. Eins og eldstólpi fylgdi hann ísraelslýð um nætur, en eins og skýstólpi um daga. Jafnvel í þyrnirunninum sér hann drotlin hersveitanna lifa og lirærast. Jörðin verð- ur fyrir honum að heilagri jörð og hann finnur, að hann er ekki sjálfs sin þjónn eingöngu heldur þjónn drott- ins. Þetta er afstaða lotningarinnar gagnvart lífinu: Til- finningin fyrir því fyrst og fremst, að lífið er miklu meira og voldugra en vér erum sjálf. Því næst tilfinn- ingin fyrir því, að vér erum ekki aðeins vorir eigin þjónar; vor æðsta vegsemd er fólgin i því, að þjóna lífinu, þessari óendanlegu, dularfullu tilveru, sem vér vitum hvorki upphafið eða endinn á, né til hvers er ákvörðuð — en vér trúum, að sé ákvörðuð af guðdóm- legu ráði til meiri dýrðar en oss er enn þá auðið að skilja.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.