Kirkjuritið - 01.12.1935, Page 21

Kirkjuritið - 01.12.1935, Page 21
KirkjuritiS. Hið í'agra land vonanna. 415 sem þar mætir augunum — fegurð, sem iðulega er sköp- uð af list svo mikilli, að ósjálfrátt lirífur hún oss til að- dáunar og bænar — þá sjáum vér hverju fögnuður trú- arinnar fær áorkað. Ýmsir mundu segja, að i fegurð og óhóflegu skrauti kirknanna, hirtist oss einmitt það einkenni kaþólskunn- ar, sem henni hefir oft verið fundið til foráttu, að vera yfirhorðsleg og finnast sem öllu réttlæti sé fullnægt að- eins með hinni ytri dýrð. Vera má, að svo hafi oft orðið ið fyrir kaþólskum trúarbrögðum. — En samt sem áður snertir þetta ekki kjarna málsins. Dýpsti sannleikurinn i þessu öllu er sá, að þessar kirkjur eru bygðar af fegurðarhugsjón, guðstrú og fórn- fýsi, sem löngum hefir verið þeim mun meiri meðal hinna kaþólsku þjóða, sem kirkjur þeirra eru fegurri en vorar. Hin dýrlegustu hstaverk eru aðeins skuggi ennþá dýr- legri trúar. Snild listagáfunnar getur ekki þróast, nema íyrir lotning þeirrar sálar, sem ann öllu því, sem er fag- urt og fullkomið, svo heitt, að hún getur ekki án þess verið og reynir þess vegna að endurskapa það i kring um sig. Hvergi anncirsstaðar en þar, sem fögnuðnr er í líf- inu, er sú lotning til staðar. Hvergi annarsstaðar en þar, sem trú er, þekkist sá fögnuður. IV. Og af þessu sjáum vér þá, hversvegna oss er það nauðsynlegt að læra að draga skó af fótum og finna til þess, að það er heilög jörð, sem vér göngum á. Öll dagleg hamingja vor og öll framtíð mannkynsins er í veði. Trú á það, sem er voldngt og dásamlegt, er oss nauðsynleg, ef vér viljum lifa, en ekki deyja. — Ilver sem á mig trúir, hann mun lifa, þótt hann deyi, segja trúarritin, og þessi orð hafa reynzt að vera sönn i lífssögu þjóðanna. Það eru trúarhetjurnar í einhverjum skilningi, sem

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.