Kirkjuritið - 01.12.1935, Page 30

Kirkjuritið - 01.12.1935, Page 30
Kirkjuritið. SÖOUÞÁTTUR um Oxfordhreyfinguna í Danmörku. Aödragandi og upphaf. Kirkjuritinu hefir fyrir skömmu verið send til umsagnar bókin „Dansk Kirkeliv medens Tiderne skifter41*). Meðal ýmsra góðra ritgerða er-ein um Oxfordhreyfinguna í Danmörku**). Hún er hæði fróðleg og vel og hóflega rituð, svo að ritstjórum Kirkjurits- ins þykir lilýða, að nokkuð sé sagt úr henni. Kirkjulegt rit á, eins og séra Matthías sagði, að skýra frá því, sem er að gjörast í „lífsins Fagradal“. Enda má búast við því, að Oxfordhreyfingin muni innan skamms berast hingað til lands, svo framarlega sem henni verður lengra lífs auðið á Norðurlöndum. Hinn ágæti landi okkar, Jngihjörg Ólafsson, varð fyrst til þess að vekja athygli í Danmörku á hreyfingunni sumarið 1932. Síð- an tóku fleiri að rita um hana, einkum félagar úr K. F. U. M. Bækur hreyfingarinnar voru talsvert lesnar og fyrstu Oxford- mennirnir, prestur og leikmaður, komu eftir beiðni K. F. U. M. til Kaupmannahafnar og héldu fundi seint í aprílmánuði 1933. Þótti mikið til koma, og Danir fóru sjálfir að undirbúa jarðveg- inn hjá sér undir hreyfinguna. Margar Oxfordbækur voru þýddar, þar á meðal „Breyttir menn“ eftir Begbie og „Fyrir synduga menn eina“ eftir Russell. í ársbyrjun 1934 var fyrsta heimasamkoman haldin í Dan- mörku í þorpi einu. Hún stóð í 5 daga. Fyrsta daginn komu saman 25 menn, en þeir urðu 100 áður en lauk. Voru þetta Danir flestir eða allir. Engin fundaráætlun var samin fyrir fram, en dagskráin ákveðin af fáeinum fundargesta að morgni livers dags og treyst í þeim efnum „vegsögn andans". Fundurinn Jjótti vel takast og lét blað eitt svo um mælt, að Drottinn liefði með þessum hætti „vitjað iýðs síns“. f næsta mánuði komu um 200 prestar og prestskonur saman á fund og lýsti einn prest- anna fundinum svo á eftir: „Við fundum, að við áttum eitt sameiginlegt: Þrá og sálarneyð, þorsta eftir krafti, friði, djörf- *) Ritstjóri Johannes Nordentoft, prófastur. G. E. C. Gads For- lag. Köbenh. 1935. **) Höf. P. Helveg-Larsen prófastur í Kaupmannahöfn.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.