Kirkjuritið - 01.12.1935, Side 31

Kirkjuritið - 01.12.1935, Side 31
Kirkjuritið. Oxfordhreyfingin. 425 ung og trúargleði. Það var sameiginleg neyð, sem réði fundi okkar og lagði okkur spurninguna á varir: Er það Oxfordhreyf- ingin, sem Guð æ'tlar að nota til viðreisnar kirkjunni, sem við erum settir til að þjóna?“ Um sumarið, 10 fyrstu dagana í júlí, var mót i Hindsgavl á Fjóni. Þar voru nokkurir prestar og um 200 leikmenn af öllum stéttum, 10 Norðmenn. Menn sögðu ein- arðlega frá trúarreynslu sinni og talsverður „Oxfordblær" var yfir. Ýmsir fleiri fundir voru haldnir og smá Oxfordflokkar urðu til. í einum þeirra var Fuglsang-Damgaard yfirbiskup dönsku kirkjunnar. Áhuginn fór sívaxandi, flokkunum fjölgaði og menn voru óðfúsir til að hlýða á erindi, þar sem sagt var frá hreyfingunni. En mest áhrif höfðu á fólkið fréttirnar, sem fóru að berast frá Noregi. Hambro, forseti Stórþingsins, hafði kynst hreyfingunni i Genf og beðið foringja hennar Frank Buchman að koma til Noregs. Buchman kom 1. nóvember 1934 við tuttugasta mann. Þeir höfðu hugsað sér að dveljast þar í 10 daga, en urðu í 5 mánuði og fengu mikinn liðsauka frá Englandi. Fyrst voru heimasamkomur í Osló að tilhlutun Hambro, þá heimasamkom- an mikla í Husbjör, og tók þúsund manns þátt i henni. Meðal þeirra voru Ronald Fangen rithöfundur og Fr. Ramm ritstjóri. Þótti þeim sem þeir hefðu orðið nýir menn við kynni sín af Oxfordhreyfingunni. Fleiri og fleiri hrifust með og urðu svo margir, að Buchman taldi, að „kraftaverk hefðu gjörst í Noregi", og Ramm, að ný þjóð hefði orðið til. Berggrav biskup áleit, að nú væri hafin með Norðmönnum voldugasta andlega hreyfingin síðan um siðaskifti, og Hambro gizkaði á, að hún hefði gagn- tekið 100 þúsund manns. Leiðtogar kirkjunnar tóku henni mis- jafnlega, en þó margir ágætlega eins og Lunde biskup í Oslo og Mowinckel háskólakennari í guðfræði. Blaðadómar voru flestir vinsamlegir og töldu þjóðarsálina laugast hollum straumum. t líka átt rituðu danskir blaðamenn, sem sátu fundina í Noregi, í sin blöð, svo að Dönum fór að leika meir og meir hugur á fð fá Oxfordflokk til sín. Skömmu fyrir jól kom Buchman til Danmerkur snöggva ferð og nokkurir úr flokki hans. Unnu þeir i kyrþey.að því að undir- Þúa komu sina seinna, því að nú höfðu þeir fengið „vegsögn andans“ um það, að þeir ættu að starfa i Danmörku. Ungur norskur prestur, Sverre Norborg, stóð fyrir fundahöldum i Kaup- niannahöfn og sótti fjölmenni til þess að hlýða á mál hans um Oxfordhreyfinguna. Hún var einnig rædd af kappi í blöðunum, rak hver greinin aðra með eða móti. Menn fundu það á sér, að hún var að berast þjóðinni, ný alda myndi flæða yfir landið.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.