Kirkjuritið - 01.05.1936, Page 8

Kirkjuritið - 01.05.1936, Page 8
182 Stanley Jones: KirkjurititS. og tóku landið. Loks leituðu eyjarskeggjar á náðir ræn- ingjaflokka. Þeir brugðust skjótt við og ráða nú lögum og lofum á Ceylon. Það getur orðið hættulegt að leita fulltingis þess, er menn vilja ekki búa við að staðaldri. Lara að Rússar þurfi ekki að kenna sáran á því. „Mitt ríki er ekki af þessum heimi“, sagði Jesús Ivristur. Það á að verða stofnsett bér á jörð af himnesku valdi, en ekki dýrslegu og lágu. Hann kendi oss að biðja: Komi ríki þitt. Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himn- um. Ekkert annað en göfgustu og æðslu öflin fá kom- ið því á. „Hatri þrungið reiðióp vekur okkur fögnuð“, segir einn af rithöfundum kommúnista og bætir svo við: „All- ur kjarninn í kenningum Lenins felst í þessum orðum“. Sjálfur mælti Lenin: „Vér verðum að kljúfa hauskúpur manna til þess að koma friði á.“ Alt slíkt, allur liernaðarandi og ofbeldis livar sem er, er í beinni andstöðu við kenningu Krists. „Slíðra þú sverð þitt‘, sagði hann; „því að allir þeir, sem grípa til sverðs, munu farast fyrir sverði“. Hann kendi að beita vopmun góðviljans. Heimurinn verður að fylgja dæmi bans, eða farast ella. Gegn illu skal ekki berjast með illu, Iieldur á æðri bátt. Þetta hefir Gandhi gjörl á síð- ustu áratugum og orðið undursamlega mikið ágengt. Og á Ungverjalandi sultu þúsund verkamenn niðri í nám- unum til þess að sýna, að laun þeirra væru of lág til þess að þeir gætu dregið fram lífið á þeim, og fengu þannig miklu stærri sigur og réttarbætur, en unt liefði verið með öðru móti. Það á skylt við kross Krists að vilja lieldur taka á sig kvöl en baka öðrum. Þegar andi Krists veitir hreyfingu kraft, þá ver hann liana þess, að hún grípi lil ógöfugra aðferða og vopna. En jafnframt kemur hann í veg fyrir j)að, að hún verði bundin bókstaf eða vanatrú. Hann samdi enga fasta trúarjátningu, né heldur fyrstu lærisveinar hans. „Hann gjörði oss hæfa til að vera þjóna nýs sáttmála“, eins og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.