Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 10
184
Stanley Jones:
Kirkjuritið.
Snemma á öldum kristninnar gjörðu kristnir menn svo
mikið fyrir fanga, að það lagaboð var látið út ganga, að
eng'ir mættu létta þjáningar fanga með því að færa þeim
mat og enginn mætti sýna þeim miskunn, sem væru að
verða hungurmorða í fangelsum. A líkan hátt hanna nú
kommúnistar kirkjunni alt þjóðfélagslegt starf. Þeir ótt-
ast það ósjálfrátt, að neistarnir af kærleikseldi kristin-
dómsins verði blásnir út i hjarta loga.
Andi Krists gefur kraftinn til þess að hrinda í fram-
kvæmd stefnuskrá hans. Lærisveinar lians gátu sagt:
„Andi droltins er yfir oss, þess vegna eru fátækum flutt
fagnaðartíðindi“ — sameign þeirra var fús og frjáls, svo
að enginn leið neyð meðal þeirra — „handingjum var
l)oðuð lausn“ — allur stéttamunur livarf, — „blindir fengu
sýn“ — máttug alda var risin til lækningar sjúkdóm-
um, — „þjáðir voru látnir lausir" — menn hlutu frelsi og
fyrirgefningu, fagnaðarárið var komið ný von gefin
sjúkum og sárþreyttum heimi. Nýtt lif var að hrjótast
fram. En trúarjátningar, kirkjukreddur og lielgisiðir
hafa bælt það niður. Það getur hafist aftur og náð mik-
illi vaxtarhæð — og það skjótt.
NÆSTU SPORIN.
Ilvernig getum vér unnið að stofnun guðsríkis á
jörðu?
Það sýndi Kristur oss. Guðs riki var þar, sem hann
var. Samfélag lians við Guð og menn, miskunn lians
við sjúka menn, svnduga og snauða, og traust á þvi,
að þeir gætu hafist aftur, liirli oss guðsríkisstarfið.
Kross hans sýnir oss, hvernig hann stendur gegn
hinu illa; hann sigrar hatur með kærleika, ræðst á móti
illvilja með vopnum óþrotlegs góðvilja, þrýstir því öllu
að hjarta sér og skilar aftur sem endurleysandi kæx--
leika. Hann sigrar heiminn með krossi sínum. Hann tek-
ur innilegan þátt í kjörum mannanna, tekur evmd
þeiri’a og synd á sig. Það er eðli guðsríkisins.