Kirkjuritið - 01.05.1936, Side 11

Kirkjuritið - 01.05.1936, Side 11
KirkjuritiS. Kristur og kommúnisminn. 185 Þannig er Guðs riki hvorki draumur né hillingaland, heldur staðreynd. Þegar oss er sagt, kristnum mönnum, að stefnuskrá kristninnar að umbótum og' endursköpun heimsins sé fjarri öllum sanni og óvísindaleg, þá svör- um vér, að hún sé vísindalegri en stefnuskrá Marxism- ans. Hin síðarnefnda á eftir að sanna reynslugildi sitt, en stefnuskrá kristninnar stóðst framan af próf reynsl- unnar í félagslífinu. Fvrirkomulagið í frumsöfnuðinum þarf að hreiðast um alla jörð. Það er hið æðsta, sem vér vitum, og oss nægir ekki heldur neitt minna. Hjá Jesú fóru algerlega saman kenning og fram- kvæmd. Hann lifði þannig, að breytni hans átti að vera algild lífsreynsla. Hann auglýsti stefnuskrá sína og sagði, að eftir henni skyldi lifa nú í dag. 1. Hið fyrsta sem vér getmn gjört er þetta: Vér byrj- um nú þegar að lifa eftir þessari stefnuskrá hvert fyrir sitt teyti. Það er ekki unt að bíða eftir því, að allir verði tilbúnir til þess. Vér getum leilast við að lifa sjálf i vorum verkaliring eins og guðsríki væri aftur komið með krafti. Þannig munum vér fá greitt því veg og birt eitthvað af eðli þess. Fátækum skal boða fagnaðarer- indi. Vér eigum því ekki að afla oss meiri fjármuna en svo, að vér verðum hæf til þess andlega, siðferðislega og efnalega að vinna fyrir guðsríki. Lengra megum vér ekki fara. Vér eigum að marka oss landamæralínu í lífi voru hvert um sig fyrir augliti Guðs. Vér höfum rétt á þvi, sem vér þörfnumst til starfsins fyrir guðs- ríki. En förum vér lengra, þá erum vér komin yfir í land annara. Alt hitt heyrir til bræðrum vorum og systrum. 2. Vér getum myndað félög til þess að læra og iðka1 líf hins nyja ríkis. Og hvert þeirra um sig á að vera smámynd af guðsriki. Heilar kirkjudeildir skyldu á- kveða að verða slík félög. 3. Þótt vér væntum þess, að kirkjan verði kjarni rík- isins, þá megum vér engan veginn einskorða það við hana. Vér bjóðum alla þá velkomna til samstarfs, sem

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.