Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 23
Kirkjuritið. Trú og siðgæði. 197 ur ástarkend og eggjar viljalífið til eftirlíkingar eða annars þess, sem tilefnið segir til um. Og nú spyr ég: Hvers vegna skyldi þetta ekki vera alveg eins með trúna? Við höfum séð, að hún er hæði á skynsemissviðinu og í tilfinningalífinu. Hún kemur að gefnu tilefni inn um eitthvert skynfæri, hvort heldur er eitthvert af hinum venjulegu 5, eða eitthvert ókunnara skynfæri. Hún er metin þar og vekur í samræmi við það tilfinriingu, sem verður aðalatriði trúarinnar. Geri trú- in á skynsemisviðinu það ekki, sé hún ekki megnug þess, að vekja trúna á tilfinningasviðinu, þá er hún dauð og alveg gagnslaus samsinning. Hún kemur þá hvorki til leiðar trúarhita né heldur getur hún þá sett nein spor í breytni eða siðgæði mannsins. En geti trúin, sem vakið hefir vitundarlifið, komið af stað í tilfinn- ingalifinu því, sem hún á að vekja, ást, trausti, ástriðu — þá hlýtur þessi tilfinning líka eftir öllum lögum sál- arlífsins að berast þaðan heint til viljalífsins, þriðja þáttar sálarlifsins og koma þar af stað athöfnum í sam- ræmi við trúna. Mér finst þetta eiginlega alveg einfalt og óhjákvæmilegt. En þá er komið það samband milli trúar og siðgæðis, sem ég gat áðan. Siðgæðið er ekkert annað en þriðja hlið trúarinnar, trúin á sviði viljalífs- ins, trúin starfandi að því að koma hugðarmálum sín- um út í umhverfið, út í lífið. Af þessu ætti það að vera ljóst, hve afskaplega mis- niunandi hin ýmsu trúarhrögð hljóta að verka til sið- gæðis, bæði eftir innihaldi sínu og þá ekki siður eftir þvi, með hve miklum krafti þau geta verkað á sálarlífið, því að eftir því fer svar siðgæðislifsins. Sé t. d. um lög- niálstrú að ræða, sem skynsemin felst á, þá hlýtur svar tilfinningalifsins að verða nokkurskonar óttakend og viljastarfsemin verður þá sennilega mjög í varúðarátt. Siðgæðið verður neikvætt. Þetta kemur líka fram í þeirri lögmálstrú, sem við þekkjum bezt, gjrðingdómnum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.