Kirkjuritið - 01.05.1936, Page 32

Kirkjuritið - 01.05.1936, Page 32
20Ó Ólafur Magnússon: KirkjuritiÖ. að marg't fólk sæki kirkju, þá getur skýrsla, sem á slíku væri bygð, ekki g;efið rétta hugmynd um kirkjusókn. Skýrslurnar verða að vera bj7gðar á blíðu og stríðu. Messuföll munu mörgum finnast undarlega mörg mið- að við messufjöldann. Ég' veit þó nokkra presta fylgja þeirri reglu að láta samanlagða tölu messugerða og messufalla vera 60. Messuskýrslueyðublöðin gefa víst nokkurt tilefni til þess. En ég' tel ætíð messufall, geti ég eintiverra hluta vegna ekki messað á áður ákveðuum slað. Hitt er annað mál, að messuföllin vinn ég upp með því að messa 2 messur sama helgidaginn, eða jafnvel á rúmhelgum degi, eins og stundum á Strönd. Þar sem útvarpið kom fyrst i prestakallinu, þ. e. í Kotstrandar- og Hjallasóknum, virðist nú lágmarki kirkjugesta vera náð og lieldur vera aftur að sækja í liorfið. Hér væri ef til vill tilefni til að minnast á atriði, sem prestar eru víst ekki sammála um. Sumir prestar halda því fram, að þvi oflar sem messað sé á einni kirkju, því betri verði kirkjusóknin. Aðrir eru á þveröfugri skoðun. Ég treysti mér ekki til að dæma um þetta, en hallast þó lieldur að hinni fyrri skoðun, þó svo, að í fá- mennum sveitasóknum mundi ekki þýða að bjóða mess- ur t. d. bvern lielgan dag. En ástæðan fyrir þessu er þó ekki fyrst og fremst viljaleysi fólks að hlýða messu- gjörðum, heldur liinar hörmulegu áslæður fjölda heim- ila um vinnukraft. Þessi 15 ára skýrsla mín sýnir meðal annars þetla, sem er svo algengt i veröldinni, að það er eins og alt gangi í öldum, upp á við aðra stundina, niður á við hina. Ég get t. d. enga grein gert fyrir fjölgun kirkju- gesta einkum árin 1927 og 1928 og þá beldur ekki fyrir því, hvers vegna aftur dregur úr þeirri tiækkun þángað lil hún 1933 virðist ná lágmarki í Kotstrandar- og Hjalla- sóknum, meðan Strandarsókn enn er í fullum blóma, en liklega á útvarpið sinn þátt í þessu síðari árin.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.