Kirkjuritið - 01.11.1937, Síða 3

Kirkjuritið - 01.11.1937, Síða 3
Kirkjuritið. EINING KIRKJUNNAR. i. Þótt mest heri á hergný handan um höfin, ógurlegum tíðindum um hrennur og hrœðramorð, þá má einnig finna þaðan leggja ljúfan hlæ, vorboða þess, að samtök séu hafin nm heim allan til þess að efla þrótl kirkjunnar gegn helstefnu harms og nauða. Þessi samtök munu víð- tækari og ef til vill þróttugri en nokkuru sinni fyr, svo að nú sjá augu miljónanna friðarhugsjónina rísa í fjarska, fagra fjallalandið, er Jesaja spámaður spáði um, þar sem brent yrði öllum harkmiklum hermannastígvél- um og blóðistoknum skikkjum og plógjárn smíðuð úr sverðunum og sniðlar úr spjótunum. Menn mæna ekki eingöngu í hæðir eftir því, í von um það, að það stígi niður með hina himnesku Jerúsalem án allrar íhlutunar þeirra, heldur skilja, að þeir verða sjálfir að verja öllum þeim kröftum, sem Guð gefur þeim, til þess að grund- valla friðarriki hans á jörðu. Menn skilja það, að barálla andans fyrir friði er svo þung og hlutverkið svo ægilega mikið í heiminum, að engin von er til þess, að kirkjan geti leyst það af höndum sundruð og klofin í kirkjn- deildir og flokka. Eining verðnr fyrst og fremst að kom- ast ú i kirlcjunni, eining í lífi og starfi, eining í trú og skipulagi. Voldug viðleitni í einingarátt er þegar haf- in fyrir nokkurum árum, og nú í sumar liafa tvö stór- merk allsherjarkirkjuþing verið háð, sem marka munu að líkindum djúp spor á komandi tímum. II. FjTra kirkjuþingið var haldið í Oxford 12.—26. júlí og

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.