Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 5

Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 5
Kirkjuritið. EKKI RÚM. Jólaprédikun eftir Harald prófessor Níelsson. Guðspjall: Lúk. 2, 1—14. Bæn á undan prédikun: Ástríki faðir! Þú býr í því ljósi, sem enginn fær til komist. En þú hefir sent oss marga geisla frá þér niður í skammdegisdimmu vors jarðneska lífs. Bezta gjöfin, bjartasti geislinn var hann, sem vér helgum jólin. Þá óumræðilegu gjöf viljum vér æfinlega þakka. Megi hann vera mannkyninu stöðugur 1 jós- og lifgjafi. Hjálpa oss til að muna, að sérhver sannleiksopinberun er og geisli frá hinu sama ljósi, því er þú býr í, og því æfinlega í ætt við hann, sem fæddist á jólunum og byrjaði æfi sína á því hér á jörð að vera iagður i jötu. Helgaðu hugi vor allra á þessari stundu; kveik elsku til sannleiks og rétllætis í brjóstum vor ailra eða glæð hana, þar sem liún er kviknuð. Blessaðu heimili vor allra, börn og fullorðna. Mætti það æfinlega vera huggun vor, að alt hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft. Megi það jafnan vera takmark vort að nálgast það ljós, sem þú býr i. Bænheyr oss í Jesú nafni. Það eru til margar hliðar á jólaguðspjallinu. Það er vissulega unt að horfa á athurðinn, sem það seg'ir frá, frá meira en einu sjónarmiði. Við lesturinn lendum við fyrst á stjórnmálahliðinni. Þar koma þeir til sögunnar Agústus keisari og' landstjórinn Kýreníus; það minnir á, hve sjálfstæði þjóðarinnar var illa komið, að allur suð- urhluti landsins var lagður undir yfirráð liins rómverska landstjóra á Sýrlandi. Einmitt þessvegna voru liugir fjölda Gyðinga logandi heitir út af sjálfsforræði þjóð- arinnar. Það má lita á guðspjallið út frá sjónarmiði Jósefs og Maríu — frá hlið hinnar umönnunarsömu og vakandi elsku. Sú hliðin dregur æfinlega að sér athyglina. Það

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.