Kirkjuritið - 01.12.1938, Page 7

Kirkjuritið - 01.12.1938, Page 7
Kirkjuritið. Ekki rúm. 377 fátækt? En er J>etta ekki ein sönnun Jjess, að hér var æðri fyrirhyggja, sem réð atburðunum? Ef höfðingjar veralclarinnar eða stjórnendur liefðu skipað fyrir um fæðing hans, mundu Jjeir liafa látið hann fæðast ofar i mannfélaginu. En hér reyndist sem oftar, að Guðs liugs- anir eru ekki vorar hugsanir og vorir vegir ekki lians vegir. Auðmýktin og lítillælið áttu að verða einkenni lians frá vöggu til grafar. Guði Jjóknaðist Jjví að láta hann fæðast í fátæklegum kjörum. Enginn af höfðingjum landsins var lil J)ess valinn að annast hann' og sjá lion- um fyrir heimili; engin kona meðal lieldra fólksins var kjörin til að vera móðir lians. Timbursmiðurinn frá Naz- aret varð fvrir valinu i allri fátækt sinni og hin auð- mjúka, hógværa og hlýðna María. Sagan sýnir oss, að forsjónin velur vanalegast ]>essa leiðina; tíðast fæðast J)eir mennirnir, er afreka mest öðrum lil heilla og mest- ir bjargvættir revnast þjóðum eða löndum, meðal lægri stétta mannfélagsins, og ósjaldan alast þeir i fyrstu við skort. En J)ótt foreldrar Jesú væru fátækir, þá virtust íbúar Betlehemhorgar J)ó hafa gelað reynst gestrisnari eða meðaumkunarsamari en þelta. Og þó hafa Jæir vist ver- ið eins og fólk er flest, alls ekki verri en vér erum svona upp og niður. Ilvað liirlu þeir um fátækt aðkomufólk norðan úr Galíleu, sem J)angað var komið vegna skrásetn- ingarinnar. Það varð hver að sjá um sig á slíkum tínuim og i allri þeirri kös. Þér finst þú ekki mundir hafa getað gert slíkt. Þú héfðir ekki fvrir nokkurn mun viljað út- hýsa móður hins undursamlega barns, ])egar hún var að því komin að fæða hann. En nuindu eftir einu: Betlehemsbúar vissu ekki, hverjum þeir voru að úthýsa; ekki einu sinni þeir, sem réðu fyrir gistihúsinu, höfðu minstu hugmynd um ])að. Drottinn himnanna lætur ekki blása i hásúnur fyrir sér, er hann gefur ölmusur; hann lét ekki heldur gera það, er hann gaf mannkyninu hina miklu jólagjöf. Fólkið í Betlehem hafði sínu að sinna,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.