Kirkjuritið - 01.12.1938, Síða 15
Kirkju riticS.
Ekki rúm.
385
fylgis ineðal mannanna. Hvergi hefir þetta lögmál verið
skráð með gleggra letri en í sögn lians, sem fæddisl á jól-
unum. En fyrir þessa sök verður og sannleiksbaráttan
æfinlega mannkyninu til þroskunar. Hver nýr sannleik-
ur verður tákn, sem móti er mælt, og æfinlega verður
liann sumum til falls, en öðrum til viðreisnar. Hað er
ekki unt að koma nálægt honum, án þess að hann hafi
áhrif á oss í aðra hvora áttina. Hann færir þig nær eða
fjær takmarki þínu, nálægir þig Guði eða fjarlægir, því
að hann er æfinlega geisli frá því ljósi, sem Guð býr í.
Nú hafa verið baldin svo mörg jól, til jiess að sýna
Jesú lotningu og tilbeiðslu. Nú er orðið svo vandalítið,
að fljóta með í þeim hópnum, seni hyllir hann. Nú er
það boðað af þúsundum kennimanna í kristninni, að
hann haí'i eigi aðeins verið stærsta gjöf Guðs, heldur hafi
liann flutt oss allan jjann sannleika frá Guði, sem
mannkyninu verði nokkurn tíma þörf á. ()g ýmsir af
þeim boðberum eru harðsnúnir andstæðingar sérhverra
nýrra sanninda, komi þau að einhverju leyti nálægt trú-
fræðikerfum kristinna manna.
Mun hann ekki hrvggjast iðulega vfir skammsýni
sumra, sem nú nefna sig lærisveina, í jiessu efni. Eða
leikur aðeins milt bros um varir hans? Segir liann enn
í sinni nær því óskiljanlegu mildi: „Faðir, fyrirgef þeim;
jieir vita ekki enn livað jjeir gera. Þeim skilsl eigi, að
liver nýr sannleikur, sem þú sendir þeim til blessunar,
er geisli frá Ijósinu, sem jni býr í, og að hann er æfin-
lega einn af minum minstu bræðrum, meðan hann er í
jötu.“
I Matteusarguðspjalli, þar sem Kristur segir frá hin-
uin hinzta dómi, stendur jielta meðal annars: „Gestur var
ég, og þér hýstuð mig.“
Þar er og frá jjví sagt, að jjei r, sem boðið var að ganga
iun i fögnuðinn, sögðust ekki muna, að þeir befðu nokk-
urn tíma séð konunginn nakinn og klætt hann, né gest
og hýst liann. En svar konungsins var jjetta: „Sannlega