Kirkjuritið - 01.12.1938, Page 17

Kirkjuritið - 01.12.1938, Page 17
Kirk.juritiíS. KIRKJUÁRSSÁLMUR. Glöð vér kveðjum kirkjuárið. Kristi þökkum liðna tíð. Kvíðum engu, kefjum óttann, Kristur blessar enn sinn lýð. Orð Guðs heilagt enn mun hljóma, andinn sálmastrenginn slá, trúarlampinn bjarta bera birtu altarinu frá. Þökk sé þér, ó himins herra, helgan fyrir kærleik þinn. Fyrir mikla miskun þína, mildi og náð við söfnuðinn. Fyrir vernd á lífsins leiðum, líkn við dauðans skuggahlið, sæla von í sorgarmyrkri, sálarró og hjartafrið. Já, vér höfum margs að minnast. Miskunn drottins þrotlaus er. Fyrir alla ársins blessun einum rómi þökkum vér. Fyrir jól og fyrir páska, fyrir andans dýru gjöf. Fyrir helga fórn, er tryggir fulla sælu bak við gröf. Heyr, ó drottinn, hjartans bænir: Heilagt gef oss náðarár. Auk oss traust og trúargleði, tárum fækki, grói sár. Samtök eflist, sundrung hverfi, samúð vaxi, göfgist þrár. Heyr þú vorar hjartans bænir: Helga byrjað kirkjuár! Vald. V. Snævarr.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.