Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 21

Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 21
Kirkjuritið. BÖRNIN Á HÁLOGALANDI. Lausleg þýðing á smáköflum úr bók Berggravs biskups: Spenningens Land. Pimtudag í júlímánuði átti að vera barnaguðþjónusta í Tana. Kvöldið fyrir var kennarafundur. Það hafði rignt allan daginn. Kennararnir sögðu: „Þér megið reiða yður á það, að börn koma. I þessu var hópur að koma handan yfir fjallið, þau eru búin að ganga fjórar mílur og eru alveg gagndrepa. En þau hlakka svo til. Mörg þeirra hafa aldrei áður séð kirkju.“ Þegar við komum í kirkjuna daginn eftir, voru þar fyrir 100 börn. Hvernig skyldu þau nú reynast á kirkjugólfi? Menn venj- ast því, þótt börn séu feimin í fyrstu, en líklega færu þau svo hjá sér af því að þau hefðu aldrei komið í kirkju fyr, að ekki hefð- ist orð úr þeim. Svo bætti það sízt úr skák, að einungis sárfá barnanna töluðu norsku heima. Þau töluðu annaðhvort finsku eða lappnesku. Mig óaði við því að þurfa á túlk að halda. Hins vegar fanst mér, að aldrei væri fremur ástæða til að vanda sig af öllum mætti heldur en þegar svona börn áttu í hlut. Pjögra mílna fjallvegur, aldrei. séð kirkju fyr og hlökkuðu til. Þau stóðu í röðum, drengirnir karla megin og stúlkurnar gegnt þeim á miðju gólfi. Ég gekk milli raðanna, meðan þau sungu upphafsvers. Þann dag var biskupinn skelkaðri en börnin. „Nú ríður á því, að fyrsta spurningin verði svo ljós og létt, að þau geti svarað undir eins“, hugsaði ég. „Þú verður að koma með fjarska óbrotna spurningu og tala hægt og ákaflega skýrt“. „Hvað heitir þetta hús, sem við erum í núna?“ „Kirkja“, var svarað samstundis. „Já, það heitir kirkja. En til hvers eigum við að hafa þessi hús, sem við köllum kirkju?“ Margir fingur á lofti. Ég bendi á Lappapilt. „Til uppbyggingar“. „Rétt. Við eigum að hafa þær til uppbyggingar“. Svo gleymdi ég af fögnuði allri varúð og kom með óhæfilega þunga spurningu.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.