Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 35

Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 35
Kirkjuritið. Hjartablað trúar vorrar. 405 „margurinn“ og fari þar jafnvel i bága við skoðanir á þessu efni, sem góðir kristnir menn höfðu myndað sér fyr á tímum og baldið fram. f bverju er bún þá fólgin þessi trú á Jesúrn Krist, sem ég befi talið meginkjarna hinnar kristilegu lífsskoðunar — sjálft lijartablað kristindómsins? Um þetta langaði mig til að tala nánar í þessu erindi mínu. Áður en ég sný mér að sjálfri meginspurningunni verð ég lítilsháttar að víkja að öðru atriði náskyldu henni. En það er sjálft hugtakið „trú“. En þetta er þvi nauð- synlegra, sem þetta hugtak liefir löngum sætt misskiln- ingi ýmsra góðra manna bæði kristinna og ekki krist- inna. Að „trúa“ vilja margir álíta sama sem að taka trú- anlegt, þ. e. að samsinna sem réttu og óyggjandi því, sem aðrir halda fram varðandi ein og önnur fvrirbæri lífs- ins, ekki sízt þau, sem þá brestur getu til að rann- saka sjálfir. Að trúa á Jesúm Krist ætti eftir þessu að vera i þvi fólgið að samsinna og taka trúanlegt alt það, sem í Nýja testamentinu er skráð um líf hans og kenn- ingu, eða að taka trúanlegt alt það, sem kennisetning- ar kirkjunnar hafa um hann að segja. Hvað liið fyrra snertir, þá skal þess ekki dulizt, að sem einn þáttur trú- arinnar á Jesúm Krist, hefir það mikla þýðingu á öll- um tímum, að vér tökum trúanlegan vitnisburð þeirra manna, sem þar tala, þvi að þar tala eða vitna þeir menn, sem í öndverðu voru Jesú handgengnir sem sjónar- og heyrnarvottar, eða menn, sem voru þessum mönnum handgengir og höfðu meðtekið vitnisburð sinn frá þeim. En það skal jafnframt tekið fram, að svo mikilvægur þáttur trúarinnar á Jesúm Krist sem þessi samsinning á trúverðleika Nýja testamentis-rithöfundanna er, þá er hér ekki nema um einn þátt trúarinnar að ræða í guð- i'ækilegum og kristilegum skilningi. Og hvað snertir síð- ara atriðið, sem ég nefndi, það að gjalda jákvæði kenni- setningum kirkjunnar, eins og þær hafa smámsaman

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.