Kirkjuritið - 01.12.1938, Síða 45
Kirkjuritið.
Hjartablað trúar vorrar.
115
leikur lians til syndarans krefst þess. Guð færir fórnina,
ekki af því að liann liafi nokkurs að krefjast, heldur af
því, að liann liefir gjöf að gefa. Þessi gjöf Guðs kærleika
er Jesús Kristur sjálfur. Guð framselur liann í dauðann,
því að Guð vill sannfæra syndarana annarsvegar um
hve voðaleg syndin sé, þar sem hún kosti Guð svo ægi-
lega fórn, hins vegar um það hvílík alvara Guði sé með
endurlausnarverk sitt, er liann vilji vinna slíkt til, svo
að syndarinn fáist til að þiggja framboðna náð hans.
I)auði Jesú var óhjákvæmilegur vegna tregðu mann-
anna til að trúa fagnaðarerindinu um náð Guðs og fyrir-
gefningu syndanna. Dauði Jesú er liæsla stig opinber-
unar kærleika Guðs — síðasta og stórfenglegasta tilraun
hins guðdómlega kærleika til þess að fá synduga menn
til þess að gefa Guði hjarta sitt í lifandi trausti til náðar
hans. Krossinn á Golgata eins og hrópar út yfir heiminn:
Svo mikið áhugamál er Guði það, að þér látið sættasl
við hann og gangið honum á hönd sem elskuleg börn,
að hann leyfir, að sonurinn elskulegi sé deyddur glæpa-
mannsdauða.
Þetta er það, sem gerir „prédikun krossins“ réttmæta
á öllum tímum svo sem hjartahlað hinnar kristilegu
prédikunar, að lijá krossi Krists veitist oss djörfung til
þess að nálgasl Guð, þrátt fyrir vitund vora um synd
vora og' sekt fyrir Guði. Með krossdauða sínum liefir
bann sandvvæmt orðum postulans „afmáð skuldabréfið,
sem stóð g'egn oss“ og' „sætt oss við Guð“, svo að vér á-
ræðum að gefa oss honum á vald í trausti til fyrirgefandi
kærleika lians. Guð er oss ekki lengur fjarlægur Guð,
beldur nálægur í Jesú Kristi, þar sem hann kernur á
nióti oss með svndfyrirgefandi náð sina. Það er þetta
sem liggur til grundvallar því trúarmati, sem kenningin
um guðdóm Jesú Krists er sprottin af. Af vitund þess
að geta í Jesú Kristi einum liöndlað Guð sem Guð vorn
°g föður vorn vegna hins alveg einstaka, dularfulla lífs-
samhands Jesú við Guð, er sproltin játning hins kristna