Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 53
Kirkjuritið.
NÝR BISKUP.
Séra Sigurgeir Sigurðsson prófastur á ísafirði hefir nú
verið skipaður biskup yfir íslandi frá 1. jan. n. á. að telja,
og mun liann þá flytja hingað til bæjarins og taka til
hiskupsstarfa.
Séra Sigurgeir er 48 ára að aldri, fæddur á Eyrarbakka
8. ágúsl 1890. Foreldrar hans voru Sigurður Eiriksson
regluboði og Svanhildur Sigurðardóttir. Hann varð stú-
dent 1913 og kandídat í guðfræði 1917. Hefir hann verið
21 ár prestur á Isafirði nieð sæmd og prýði, og er mjög
vinsæll af safnaðarfólki sínu. Hann er áhugamaður hinn
mesti og mjög framtakssamur. Hefir hann um hríð verið
forystumaður vestfirzkra presta og formaður í Prestafé-
lagi Vestfjarða. Mun mega þakka honum það manna mest,
hve mikil samvinna liefir verið með þeim Vestf jarðaprest-
unum, og heimili hans og konu lians, frú Guðrúnar Pét-
ursdóttur, verið einskonar andleg miðstöð þeirra. Þeir hafa
gefið út ársrit um andleg mál, Lindina, og kemur liún út
um þessar mundir eftir fárra ára hvíld. Séra Sigurgeir
hefir frá upphafi verið ritstjóri hennar.
Meðal presta úti um land er séra Sigurgeir, eins og eðli-
legt er, ekki jafn kunnur og á Vestfjörðum, en þó svo, að
mjög margir þeirra hafa kosið hann til biskups. Hann
hefir aflað sér vinsælda og álils á kirkjulegum fundum,
því að hann er Ijúfmenni mikið og prúðmenni, glaður og
reifur og ágætur fundamaður.
Kirkjuritið óskar lionum allra heilla og' hlessunar í
biskupsstarfi.