Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.08.1939, Page 37

Kirkjuritið - 01.08.1939, Page 37
KirkjuritiS. Prestastefnan. 251 Telur prestastefnan rétt, að leitað sé fyrst upplýsinga hjá prestum landsins um, hverir sálmar séu notaðir við guðsþjón- ustur og kirkjulegar athafnir, svo og um sálma, er trúrækið safnaðarfólk þeirra liafi einkum mætur á, að jjvi er þeim sé kunnugt, og sendi prestarnir skýrslur þessar biskupi, ásaml til- lögum sínum“. Með 29 atkvæðum gegn 8 var ennfremur gjörð svolátandi samþykt: ,,I tilefni af tilmælum kirkjumálaráðherra um, að ])restastefn- an kjósi 2 menn í nefnd til að undirbúa nýja útgáfu sálmabókar- innar, samþykkir prestastefnan að vísa málinu til kirkjuráðs til afgreiðslu“. Ýmsir prestar litu svo á, að endurskoðun sálmabókar heyrði að öllu til innri mála kirkjunnar, sem bæri undir prestastefn- una og kirkjuráðið, og l)ar séra Þorsteinn Briem prófastur því fram ])essa tillögu: „Með því að kirkjuráð hefir skv. lögum samþyktaratkvæði og ákvörðunarrétt um mál þetta ásamt prestastefnunni, en meiri hluti ])ess og kirkjumálaráðherra er fjarverandi, þykir verða að fresta að þessu sinni kosningu nefndar lil að vinna að endur- skoðun sálmabókarinnar. Og beinir prestastefnan þeirri ósk sinni til ráðsins, að það leggi tillögur sínar þar að lútandi fyrir Kirkjuleg menn- ingarmiðstöð næslu prestastefnu“. En ])essi tillaga var feld með 23 atkv. gegn 17. Séra Gísli Skúlason flutti framsöguerindi um nauðsyn þess, að sjóði Strandarkirkju yrði varið til þess að koma upp kirkjulegri menn- ingarmiðstöð hér á landi. Lagði hann l)að til, að prestastefnan lýsti yfir áliti sínu, sem hér segir: „Prestastefnan lýsir yfir því, að hún telur rétt og sjálfsagt, að •sjoði Strandarkirkju í Selvogi verði varið þannig, að liann komi að sem beztum og víðtækustum notum bæði kirkju- og kristin- dómshaldi í Selvogi og kristnihaldi og menningu landsins í öeild sinni.“ Á grundvelli þessarar yfirlýsingar var siðan, eftir miklar um- ræður, borin upp og samþykt svofeld tillaga frá frummælanda: „Fyrir því ályktar prestastefnan að skipa 7 manna nefnd til þess á þessum grundvelli að: 1) Gangast fyrir þvi, að Strandarkirkju verði með lögum skipuð sérstök stjórnarnefnd, er hafi yfirstjórn á öllum fjármálum henn- ar, ráði sérstakan prest til Strandarsóknar, þegar henni ])ykir timi lil kominn, og geri þær ráðstafanir, er hún telur nauð- synlegar, alt án frekari íhlutunar löggjafarvaldsins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.