Kirkjuritið - 01.01.1940, Page 12

Kirkjuritið - 01.01.1940, Page 12
Janúar. Carl Olof Rosenius. i. Carl Olof Rosenius er fæddur 3. febr. 1816 í Nysaka- socken í Norrland. Faðir hans var Anders Rosenius prestur í Norrlandi. Var hann einlægur fylgjandi þeirr- ar vakningar, sem nefnd hefir verið „nylásar“-hreyf- ingin. Tók hann öflugan þátt i trúarsamkomum þeim, sem haldnar voru utan kirkjunnar. Var það tilefni til þess, að Anders Rosenius var aldrei lengi á sama stað, því að það var sífelt verið að kæra hann fyrir að taka þátt i þessum trúarsamkomum. Var hann þvi fluttur úr einu prestakalli í annað. En alstaðar byrjaði hann á nýjum vakningarsamkomum, svo að þessi ráðstöfun af liendi forráðamanna kirkjunnar verkaði öfugt við það, sem til var ætlast, en það var að hindra útbreiðslu vakn- ingarinnar. Anders Rosenius dó sem aðstoðarprestur í Burhásk 1841. Móðurfaðir Carls Olofs, Olof Narelius skólastjóri i Arjeplog, var einnig einlægur stuðnings- maður „nylásar“-lireyfingarinnar. Frá bernsku ólzt því hinn ungi Carl Olof upp í anda hinnar norrlenzku vakningahreyfingar. Er enginn vafi á því, að þetta hefir mótað trúarskoðanir hans og markað honum að nokk- uru þá braut, sem hann siðar gekk. Tvent verður að athuga í samhandi við æskuheimili Roseniusar. I fyrsta lagi það rótleysi, sem fylgdi liinum sífelda flutningi föður hans úr einu prestakalli í ann- að. Af því leiddi, að hinn ungi Rosenius fékk aldrei tæki- færi til að vaxa inn í safnaðarlíf kirkjunnar. Gefur það að nokkuru skýringu á þeirri ákvörðun Roseniusar að starfa utan kirkjunnar. í öðru lagi verður að hafa í huga hið einkennilega trúarlíf, sem var ríkjandi á æskuheimili lians. í and-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.