Kirkjuritið - 01.01.1940, Side 17

Kirkjuritið - 01.01.1940, Side 17
Kirk.juritið. Carl Olof Rosenius. 11 verður það aðeins á þeim grundvelli, að ég fái að starfa fyrir kirkju Krists, fái að fórna lífi mínu og kröftum fyrir Krist og brúði lians — ekki fyrir W.eslcy eða Lúter, seim voru þjónar og vildu ekki vera höfuðin i isöfn- uðinum — að ég fái að fórna lífi mínu og þjónustu i þágu hinnar einu, heilögu, almennu kirkju. Meðlimir hennar geta verið svo barnalegir að kalla sig Páls, Apollóss, Kefasar — en það skiftir engu fyrir mig, aðeins að þeir séu Krists, þá eru þeir bræður minir, og ég vil þjóna þeim“. Þessi og fleiri ummæli Roseniusar sýna frjáls- lyndi lians og víðsýni. Það voru ekki sérskoðanir metod- ismans, sem heiluðu hann, heldur frjálsari starfsað- ferðir en ríktu í kirkjunni. Það er einn af verðleikum Seotts, að liann leiddi Rosenius inn á þá braut, þar sem hann gat notið sín og orðið þjóð sinni að sem mestu gagni. Rosenius taldi sig alla æfi vera hlýðinn son kirkj- unnar, enda má það á vissan hátt til sanns vegar færa, því að hann var altaf á móti fríkirkjustofnun. Enda benda mörg ummæli hans á þau ítök, sem kirkjan átti í hon- um. Nægir að benda á þessi, því til sönnunar: „Sem strangur Lúterstrúarmaður álít ég, að liin lúterska kirkja kenni réttast af öíliim í heiminum, já, að bún sé sú eina, sem kennir rétt“. Til vinar síns skrifar hann þetta: „Heldur þú ekki, að ég elski móðurkirkju mína framar öllum öðrum“. Rosenius var tengdur kirkjunni trygðaböndum, en bonum duldist ekki það ófremdarástand, sem hún var í, og þörfin á því að vekja liana til nýs lifs. Hann vildi ekki yfirgefa kirkjuna, heldur endurbæta hana. Einu sinni var Rosenius spurður að því, hve lengi liann ætlaði að dvelja i kirkjunni. „Svo lengi sem Jesús er þar,“ svaraði Rosenius. Þá var hann spurður: „Hve lengi á- lítið þér þá, að hann verði þar“. Þá svaraði Rosenius: „Eins lengi og menn endurfæðast, þvi að það er ekki verk djöfulsins. Hann, sem sjálfur er lífið, getur einn endur- fætt mannkynið."

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.