Kirkjuritið - 01.01.1940, Side 18

Kirkjuritið - 01.01.1940, Side 18
12 Jóhann Jóhannsson: Janúar. Af öllu þessu sést, að það var aðeins þröngsýni kirkj- unnar og ólieppilegar starfsaðferðir, sem fældu Roseni- us frá að ganga i þjónustu liennar. Þegar Rosenius kom til Stokkholms liaustið 1840, tók liann straks að að prédika á trúarsamkomum vakn- ingafólksins. Einnig kendi hann þar við skóla, sem stóð í samhandi við vakninguna. Þegar Scott fór til Ameríku veturinn 1841, fól liann Roseniusi að liafa á hendi hinar sænsku guðsþjónustur i ensku kirkjunni. Seott varð að hverfa hraut úr Svíþjóð 1842, og ensku kirkjunni var þá lokið. Nú varð það lilutskifti Roseniusar að takast á hendur hið mikla starf, sem Scott hafði haft hér með höndum. 1 Ameríkuför sinni hafði Scott útvegað Roseni- usi fjárstyrk til að starfa i þjónustu vakningarinnar i Stokkhólmi. Voru það fyrst 100 dollarar á ári, en var seinna aukið upp í 150. Var það félagsskapurinn „The Foreign Evangelical Society“, sem lagði fram þessa upp- hæð. Félagið hafði verið stofnað árið 1839 með það fvr- ir augum að styrkja vakningarhrevfingar i Evrópu. Naut Rosenius þessa styrks til ársins 1865. Það verður ekki annað sagt en að Scott hafi búið vel í haginn fyrir Rosenius, bæði með því að gera honum fjárhagslega kleift að starfa, og eins með hinu, að hafa hrundið af stað þeirri vakningu, sem Rosenius bar fram til sigurs. Miklir örðugleikar biðu þó Roseniusar, því að ofsóknir þær, sem Scott hafði orðið fyrir, lögðu hindrun í veginn fyrir áframhaldandi starfsemi. Nú hafði vakningafólkið eng- an opinberan samkomustað. Menn urðu að láta sér nægja að safnast saman í smáhópum í einkahúsum. Rosenius gengur þó ótrauður, en með gætni til starfans. Það var líka nauðsyn á gætni, því að allar trúarsamkomur utan kirkjunnar voru lögbrot. Nokkuru áður en Scott fór úr Svíþjóð, hafði hann stofnað þar tímarit, sem hlaut nafnið ,.Pietisten“. Rosenius hafði með höndum ritstjórn þess, einnig var hann ritstjóri timaritsins „Missionstid- ningen“, en þetta voru aðalmálgögn vakningarinnar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.