Kirkjuritið - 01.01.1940, Page 28

Kirkjuritið - 01.01.1940, Page 28
22 Guðmundur Einarsson: Janúar. telja sig kristna eða lærisveina Jesú Krists, af þvi að þeir viðurkenna að kenningar Jesú séu fagrar og göfugar, þegar því af kenningum hans er slept, sem þó var aðal- kjarni þeirra, að hann væri frelsari og friðþægjari mann- anna kominn frá himni á jörð. Og nú skulum við athuga helztu mótbárur þeirra eða efasemdir þeirra um það, að Jesús geti verið sannur al- valdur Guð. 1. Þeir segja: Guð er einn, og þvi getur ekki verið um þríeinan Guð að ræða. Guðssonurinn og Guð Heilagur andi geta því ekki verið á sama hátt Guð og faðirinn er það. 2. Þeir segja: Guð, sem er kærleikurinn, getur ekki krafist þess af syni sínum, að hann fórnaði sér fvrir menn- ina, — en það nefná þeir i háðungarskyni ,:blóðfórn“, — né heldur geti nokkur maður liðið í annars stað. 3. mótbáran er: Meyjarfæðingin. 4. Sannur maður getur ekki líka verið sannur Guð, segja þeir, eða: Hugtakið guð-maður er mótsögn i sjálfu sér. — Þetta eru aðalmótbárurnar, þótt það sé raunar margt fleira, sem þessir efsemdanna menn liafa að atbuga við erfikenningar kirkjunnar; þetta er þó oftast haft á odd- inum í öllum árásunum á kirkjuna og Krist. Þessar mótbárur skulum vér nú hugleiða nokkuru nán- ar í sömu röð og að ofan. f. Er Guð, hinn eini sanni Guð, þríeinn? Er faðirinn, sonurinn og Heilagur andi að eilifu eitt? Þegar um eðli Guðs er að ræða, verður oss mönnunum auðvitað svarafátt, en þó getum vér með sama rétti spurt: Er nokkur eining til, án þess að hún sé mvnduð af ein- hverri þrenningu, sé i raun og veru þríein? Nútíðarvís- indin segja okkur að efnið — atómið — sé myndað sem þrenning: Af frumeind, rafeind og einhverju þvi þriðja, t.d. Ijósgeislum eða heimsorkugeislum enn óþektum. Sál mannsins var gjörð í Guðs mynd, því að skaparinn blés i öndverðu lifandi anda í manninn, og hann varð hugs- andi vera,svo að af öllu jarðnesku ætti sál mannsins að likj-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.