Kirkjuritið - 01.01.1940, Qupperneq 30

Kirkjuritið - 01.01.1940, Qupperneq 30
24 Guðmundur Einarsson: Janúar. Og viðvíkjandi siðari mótbárunni í þessari, annari spurn- ingunni; livaða sönnun er til fyrir því, að ekki sé hægt að líða í annara stað? Flvzt ekki sársauki barnsins, sem græl- ur, yfir á foreldra þess, er þau taka þátt i sorg þess og harmi? Taka menn ekki einatt vfir á sig refsingar ann- ara, og það ófullkomnir menn? — í»að er sannarlega ekki neitt óþekt fyrirbrigði í mannheimi að þjást í annara stað og bera með þeim og fvrir þá liarmkvæli þeirra. Þessvegna er það djörf fullyrðing að halda því fram, að Guðssonurinn geti ekki það, sem vér menn þó gerum, að vísu i ófullkomleika og í hinu smáa, en gerum þó. 3. höfuðmótháran var: Meyjarfæðingin. Hér vil ég spyrja: Hverir eru það, sem fæðast af karli og konu, eru það ekki þeir, sem fæðast til nýs lifs og ekki voru áður lifandi, sérstæðir persónuleikar? Svo virðist oss að minsta kosti. — En Jesús Kristur var lifandi frá eilífð, var sá, sem alt á uppsprettu tilveru sinnar í, þess vegna þurfti hann ekki að fæðast til nýs lífs eiiis og vér menn. Og ég er viss um, að ef lærisveinarnir liefðu sagt oss það um Jesú, að hann hefði verið sonur Jósefs og Maríu, þá liefðu hinir efagjörnu og trúveiku talið það fullgilda sönn- un fyrir því, að bann hefði verið maður aðeins og enginn Guð, hefði fæðst til nýs lífs, ekki verið áður í tölu hinna lifandi verá. Og þá kem ég að 4., síðasta atriðinu, sem var þetta: Að luigtakið „guð-maður“ væri í sjálfu sér mótsögn. Ef maðurinn væri i eðli sínu andstæður við Guð, þá virðist sem þetta liugtak, „guð-maður“, hlvti að vera mót- sögn; en nú er maðurinn skapaður í Guðs mynd, af ætt Guðs, gæddur guðlegum anda og takmark tilveru lians er þetta: Að verða Guði líkur, verða algjör kærleikur. Guð- maður er því sá, sem er algjör maður, eftir hugsjón Guðs, og lifir sjálfur með og í Guði, svo að þeir verða eitt. Hjá oss starfar andi Guðs, neislinn frá eilífðarinnar heimi, sem í oss býr, að þvi, að breyta hinu grófgerða jarðneska efni í andlegt og eilift efni; í Jesú frá Nazaret starfaði Guð

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.