Kirkjuritið - 01.01.1940, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.01.1940, Qupperneq 32
26 Guðmundur Einarsson: Janúai’. bj-gt líf sitt og dauða á þessari trú og allar sínar yonir. Þessa trú sína og von hafa þeir fengið staðfesta gegnum reynsluna, enda eru reynslusannanirnar þær einu sann- anir, sem vér getum fengið á þessari jörð um guðlega hlúti, en reynslusaniianir gilda aðeins fyrir þann sem reynir, svo að hver, sem vill fá sannanir, verður sjálfur að mæta Kristi til þess að geta komist að raun um, hver hann er. Þá fyrst, þegar vér höfum fundið Krist sem vorn eig- inn lifandi frelsara og ástríkan vin og bróður, getum vér áttað oss á því, að hann er hinn alvaldi, eilifi kærleikur, er sannur og eilífur Guð. Ég held, að ef mennirnir vfirleitt hefðu hugmynd um, hvílík blessun, hvílíkur styrkleiki og gæfuuppspretta sönn og sterk trú er, þá mundu þeir ekki liætta að leita Krists fyr en þeir væru húnir að finna hann sem drottin sinn og Guð, og fengju að reyna, hvílíkur kraftur streymir út frá krossi lians inn i hverja biðjandi sál, finna, hve það er ljúft að mega tala vin hann, er sorgir og mótlæti mæta, og heyra, í helgri kyrð, orðin, sem andi hans hvíslar í sálu vora, þegar liún er döpur og þreytt: „Barnið mitt, þér eru þínar syndir fyrirgefnar.“ „Komið til mín, allir .... og ég mun gefa yður hvíld.“ Það er þessi blessun og þessi kraftur, sem við óskum og þráum, að allir menn megi eignast, og við vorkennum þeim, sem ekki eiga þessa trú, sem eru reikandi og óvissir, því að trú þeirra verður þeim ekki að neinu liði, þegar mót- læti, sjúkdómar og sorgir koma; og hvaða von hafa þeir loks í sjálfum dauðanum, og til hvers munu þeir flýja þá, er þeir „standa fyrir dáuðans dyrum hórfandi fram á veg allrar veraldar“, ef Jesús Kristur er aðeins maður eins og vér? Nei, vinir, við skulum ekki láta villa oss sýn, heldur standa fastir fvrir gegn öllum árásum og efasemdum; Jesús er drottinn, livað sem mennirnir segja og hverjn sem þeir trúa, hann er hinn sanni eilífi Guð, þótt öll mannanna hörn efuðust um guðdóm hans og hneyksluð-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.