Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 10
290 Bjarni Jónsson: Október. legt að hlusta á fyrirlestra um hin ýmsu trúarbrögð, og ég veit, að margir vilja taka sina ögnina af hverju og nota það, sem þeim þykir hezt. En þegar ég kem til krist- innar kirkju með spurningar í hjarta minu, vonast ég eftir ákveðnu, kristnu svari. Ég vil heyra kristindóm. Ég hlusta eftir Guðs orði. Ég Iilusta eftir kristinni prédikun frá brennandi hjarta. Er þetta of þröngsýnt? Er það þröngsýni að vilja ná í mettandi brauð? Er það þröngsýni að vilja bjargast í björgunarbátnum? Er það þröngsýni að treysta honum, sem einn getur bjargað mér? Ég veit, að það eru mörg fögur orð löluð um frjáls- lyndi i trúarefnum. En ég fæ ekki varist því, að mér finst oftast sem með því sé átt við afslátt. Mér virðist sem sagt sé: „Hér ríkir frjálslyndi, þú þarft ekki að trúa fremur en þú vilt“. Eða á að skilja frjálslyndi á þennan veg?: „Hér skal frelsi rikja, þú skalt hafa fullkomið frelsi til þess að hoða ákveðinn kristindóm.“ Ef svo er, þá fagna ég frjálslyndinu. Hversvegna er það talið þröngsýni að trúa ? Er ég þröng- sýnn, ef ég trúi lækninum, sem svo oft liefir hjálpað mér? Menn tala oft um, að það sé of nærgöngult að spyrja: Trúir þú? Sannleikurinn er sá, að menn þrá oft slíkar spurningar. Það þarf ekki að setja spyrjandi rannsóknar- rétt. Það þarf ekki að kreppa hnefann og segja með þjósti: „Nú átt þú að trúa“. En það er vissulega hægt að tala við mennina í kærleika og henda þeim á, að sál þeirra frels- ist, ef þeir trúa homim, trúa Jesú Kristi. Minnumst þess, að Jesús hefir sjálfur spurt: „Trúir þú þessu“? Þannig spurði hann til þess að hugga og styrkja. Hlutverk kirkjunnar er að kalla menn til samfélags við Guð. En því betur sem ég trúi, því betur mun ég kalla. Þeir, sem hlusta, verða að finna, að sá sem talar, trúir. Einmitt þessvegna talar liann. Tali einhver, þá sé það Guðs orð. Það er nauðsynlegt og fróðlegt að heyra fyrirlestra. En þegar á að leiða mig til

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.