Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 18
Október. Séra Tryggvi H. Kvaran. Dauðinn kallar mennina stundum svo undarlega fljótt. Á bezta skeiði líí's- ins, þegar sól sýnist hæst á lofti og starfsskilyrðin bezt. Svo var það um séra Tryggva H. Kvaran. Hann lézt binn 5. ágúst þ. á., 48 ára að aldri. Séra Tryggvi var fæddur að Undirfelli í Vatnsdal i Húnavatnssýslu 31. maí árið 1892, Foreldrar lians voru Hjörleifur prófastur Einarsson, prests að Valla- nesi i Suður-Múlasýslu, og kona lians, Björg Einars- dóttir, bónda að Mælifells- á í Tungusveit í Skagafirði. Séra Tryggvi ólst upp lijá for- eldrum sínum til 14 ára aldurs, en fluttist þá til Reykja- víkur árið 1907, er faðir bans lét af prestskap. Inntöku- próf i binn almenna Mentaskóla Reykjavikur tók hann árið 1906 og útskrifaðist þaðan vorið 1913. Sama ár inn- ritaðist hann í læknadeild Háskólans, en mun ekki hafa fallið námið og afréð að innritast í guðfræðideild Háskól- ans. Eftir tæplega 3 ára nám þar lauk séra Tryggvi Kvaran guðfræðiprófi, i febrúar 1918. I maímánuði 1918 réðist liann, sem aðstoðarpreslur, til séra Sigfúsar Jónssonar að Mælifelli í Skagafirði og var vígður þangað af dr. theol. Jóni Helgasyni biskupi 2. júní sama ár. Árið 1919 fékk Tryggvi II. Kvaran.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.