Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 19
Kirkjuritið. Séra Tryggvi H. Kvaran. 299 séra Tryggvi veitingu fyrir Mælifellsprestakalli að afstað- inni kosningu. Þegar Glaumbæjar-prestakall var auglýst til umsóknar árið 1937, sótti séra Tryggvi um prestakallið og náði þar kosningu. Kom þó ekki til þess, að liann sett- ist að í Glaumbæ, en bann þjónaði því prestakalli ásamt Mælifellsprestakalli til dauðadags. Kvæntur var séra Tryggvi Önnu Grímsdóttur Thorar- ensen frá Kirkjubæ á Rangárvöllum. Giftust þau árið 1920. Eiga þau tvær dætur, Hjördísi Björgu og Jónínu Guðrúnu, sem báðar eru á lífi. Ennfremur einn fóstur- son, Kristmund Bjarnason. Varð bann stúdent siðastliðið vor. Séra Tryggvi var maður, sem allir hlutu að veita at- bygli, er liann sáu og honum kyntust. Hann var ágætum gáfum gæddur, prýðilega vel máli farinn, sönghneigður og allgóður söngmaður, og skáldmæltur vel. Á skólaárum lágu leiðir okkar saman, en við það að hittast daglega í skóla, skapast náin viðkynning, sem ekki er að undra, þar sem verkefnin eru svo lik og stefnt er að sama marki. En svo skildu leiðir, er skólaárunum lauk, og lengra kom út í lífið. Við hittumst sjaldan prestskap- arárin, vegna fjarlægðarinnar, sem í milli okkar var. En kunnugt er mér um, að bann átti hlýja hugi umhverfis sig í söfnuðum sinum. Hann var góðviljaður maður, og svo er mér tjáð af þeim, sem vel fylgdust með störfum hans, að bann bafi verið með afbrigðum bjálpfús, þar sem hann sá að eitthvað amaði að. Séra Tryggvi á enn móður sína á lifi, hina beztu og göfugustu konu. Ennfremur ágæta systur, frú Guðlaugu, gifta Sigurði Kristinssyni forstjóra hér i bænum. Reynd- ust þær honum báðar með afbrigðum vel. Það var einnig gæfa séra Tryggva, að bann átti frábæra konu, sem ávalt reyndist honum binn bezti vinur. Hún sat við sæng lians, ei' sól var að síga, í hinni sömu trygð og einkendi öll sam- vistarárin. Sjúkur var hann orðinn og sár og mikið þrevtt- llr» er hvíldin gafst. Þess vegna var hún honum góð.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.