Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 29
Kirkjuritið. Kirkjumál Reykjavíkur. 309 Oss kemur öllum saman um, að þessir tímar, sem vér lifum á, séu alvarlegir og hættulegir tímar. Oss kemur öllum saman um, að margar hættur umkringi oss á alla vegu. Oss finst æskulýðurinn vera í hættu og óróleiki og kvíði um eitthvað óvænt hefir gripið hugi svo fjölda margra. Væri oss ekki liolt og gott að sameina nú hugi og hendur um sameiginlegt, göfugt verkefni, sameiginlega háa hugsjón. Kirkjan er mál vor allra. Kirkjan — Kristur einn getur bægt burtu sortanum, sem hvílir yfir þessari vansælu veröld. Sigurgeir Sigurðsson. Séra Jakob Jónsson prestur í Wynyard í Sask. Kanada, kom liingað til lands alkom- inn með fjölskyldu sinni 16. ág., eftir tæpra sex ára dvöl í Vesturheimi. Landar vestra héldu honum samsæti að skilnaði og leystu hann úl með gjöfum. Ræður séra Valdimars Briem. Barnabörn séra Valdimars Briem, Jóhann listmálari í Reykja- vík, Ólafur kennari á Laugarvatni og Ólöf húsfreyja á Stóra-Núpi, hafa gefið guðfræðideild Háskólans safn af ræðum afa síns. Fyrirbæn fyrir framliðnum mönnum. Ritdeila liefir staðið undanfarið um skeið milli þeirra séra Jóns Auðuns og Ólafs Ólafssonar kristniboða út af því, hvort leyfilegt sé að biðja fyrir látnum mönnum, eða ekki. Er næsta furðulegt, að um ])að skuli vera nokluir ágreiningur með góðum, kristnum mönnum. í þessu sambandi má minna á fyrirbæn Páls postula í 2. bréfi lians til Tímóteusar. Biskup landsins, Sigurgeir Sigurðsson, átti fimtugsafmæli 3. ág. Hann var þá á Eskifirði á yfirreið um Austfirði. Barst honum um daginn margur votlur um vinsældir þær og virðingu, er hann nýlur.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.