Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 11
Kirkjuritið.
Hlutverk nútímakirkjunnar.
291
Guðs, þarf ég að heyra skýrctn vitnisburð, svo að ég viti,
livar lijáip er að fá.
Kirkjunni er fengið það umboð, að gefa mönnum skýrt
svar. Þjónar Guðs eiga að tala með djörfung, og hin sanna
djörfung á ekkert skylt við hrottaskap.
Kirkjan á að hafa andlit.
Það eru margir menn, sem hafa svo skýra andlitsdrætti,
að það er auðvelt að muna, hvernig þeir líta út, þó að
vér höfum ekki séð þá um nokkurt árabil. Vér munum
svip þeirra, sjáum fyrir oss andlit þeirra. Það eru aðrir,
sem erfitt er að koma fyrir sig, og vér mætum mönnum,
sem eru ekki upplitsdjarfir, þeir líta undan og eru flótta-
legir á svipinn.
Kirkjan má ekki líta undan. Menn eiga að geta vitað,
hvernig hún lítur út. Þar á ekki að vera flóttalegur svipur.
Þessu mega þjónar kirkjunnar ekki gleyma. Þeir eiga ekki
að sýna liörkusvip, svo að menn hræðist, en þeir eiga að
hafa hreinan svip, svo að menn treysti þeim. Þeir eiga ekki
að fara í felur með sannfæring sína.
Á 4. öld var Basileos biskup í Kesareu. Landstjórinn kall-
aði liann fyrir sig og krafðist þess, að hann drægi úr hinni
kristnu játningu. Basileos neitaði slikri' kröfu með lmg-
prýði og einurð. Kvaðst landstjórinn aldrei hafa heyrt, að
nokkur maður dirfðist að svara sér þannig. Svaraði þá
Basileos: „Þá hefir þú aldrei talað við biskup“.
Þannig á hin kristna einurð að vera. Höldum fast við játn-
ingu vora. Prédikum sannindi trúarinnar, og verum reiðu-
búnir að útskýra fyrir öðrum liin heilögu sannindi. Kom-
nm til mannanna með Guðs orð. Þá eigum vér erindi til
þeirra í gleði og sorg.
Vér hugsum um hlutverk kirkjunnar. Hugsum einnig
um sérréttindin, sem oss eru gefin. Hvílík sérréttindi. Hví-
iíkt akurlendi. Að mega vera öðrum til blessunar, að mega
flytja mönnunum boð frá Guði, frá morgunstund æfinnar
fram að kvöldstundunum. Það er mikið starf, sem oss er
falið, er vér höfum það lmgfast, að til þess er ætlast, að