Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 8
288 Bjarni Jónsson: Október.
Á þenna hátt fluttu þeir boðskap frá Guði, því að í Kristi
opinberaðist Guð.
Þenna boðskap finnum vér í Nýja testamentinu.
Nýja testamentið er játning liins krislna safnaðar. Ef
vér viljum losna við játningu, verðum vér að losna við
Nýja testamentið, því að Nýja testamentið er trúarjátning.
Þar er trúin játuð, trúin á Jesúm Krist. Ef vér viljum
losna við trúarsetningar. verðum vér að strika út mörg
versin úr Nýja-testamentinu. Þar eru trúarsetningar, ekki
dauður bókstafur, en orðin eru fylt lífi. Fyrir lærisveinum
Krists er þetta alt nýtt og lifandi í dag. Það er eins og það
sé ritað nú, handa mér i dag. Það er eins og blekið sé ekki
enn þornað. Hér er hið opinberaða Guðs orð, sem kristin
kirkja hvílir á.
Þannig var það þái. Þannig er það nú.
Postularnir og binir fyrstu vottar fluttu mönnunum
boðskap, kenninguna um Krist. IJvar sem þeir komu, boð-
uðu þeir Krist. Orðið um Jesúm Krist skapaði söfnuð.
Söfnuðurinn styrktist við boðun orðsins og endurnærðist
af sakramentunum.
Þessir menn trúðu, þessvegna töluðu þeir. Þeir fylgdu
ákveðinni kenningu, en kenningin var fylt Iífi. Hér sást
það líf, sá sigur, sem fylgir sönnun anda og kraftar.
Með þessu náði kristin kirkja útbreiðslu. Það voru ekki
orðin tóm, er því var lýst yfir, að kirkjan væri samfélag
Iieilagra, þar sem orðið væri rétt prédikað og sakra-
mentin böfð um bönd á réttan bátt.
Það sást, hvað kirkjan var. Hún bar nafn með réttu.
Ekklesía, kirkja, það er samfélag þeirra, sem ganga fram,
er á þá er kallað. Það er kallað á þá fram fyrir fylking-
arríar. Þeir eru kallaðir, þeir blýða, og ganga undir merki
foringjans, sem kallar á þá með nafni. Það skal vera öll-
um ljóst, bverjum þeir fylgja. Þeir fylgja drotni, og kann-
ast við hann fyrir mönnunum.
Þannig var stríðskirkjan á öllum öldum. Þannig á bún
að vera í dag. Hún á að vera ekklesía. Það er kallað á