Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 22
302 Sigurgeir Sigurðsson: Október. vissulega liafa gert, og að kirkjukosturinn er hér svo líl- ill, að brýna nauðsyn ber til að reistar verði nýjar kirkj- ur. Með því að nú líður óðuni að því, að kosning hinna nýju presta, er lögin gera ráð fyrir, fari fram, en hin nýju lög hinsvegar eru mörgum ókunn, langar mig til að skýra þau með nokkrum orðum. Lögin eru í 8 greinum. Fyrsta greinin ræðir um afhend- ingu Dómkirkjunnar til safnaðarins, en i 2. gr. segir: „Eftir afhendingu Dómkirkjunnar í hendur safuaðarins skal skifta söfnuðinum í 4—6 sóknir“, og í 4. gr.: „Sóknir þær, er nefndar eru í 2. gr. skulu vera jafnmörg presta- köll, og skulu vera í þeim svo margir prestar, að því svari 1 prestur sé fyrir liverja 5000 sóknarmanna“. Á þessum grundvelli hefir nú prestakallanefnd og Kirkju- ráð skift Reykjavík niður í 4 prestaköll, þ. e.: Dómkirkju- prestakall, Hallgrímsprestakall, Lawjarnesprestakall og Nesprestakall. Skal ég nú lýsa takmökum prestakalla þessara: 1. Dómkirkjuprestakall: Það takmarkast af Hringhraut frá sjó vestan og sunnan, nema Háskólalóð fylgir, og að austan af Njarðargötu, Nönnugötu, Óðinsgötu, Týsgötu og Klapparstíg. 2. Hallgrímsprestakall: Það liggur vestur að Dóm- kirkjuprestakalli og takmarkast að austan af Rauðarár- stíg og beinni framlengingu hans norður að sjó og suður lil Reykjanesbrautar, en af Hringbraut frá Njarðargötu og Laufásvegi í Reykjanesbraut að sunnan. 3. Lauggrnesprestakall: Það liggur vestur að Hallgríms- prestakalli og takmarkast að suðvestan af Reykjanesbraut. Það nær jafn langt austur og suður og Reykjavíkurpresta- kall fyrir skiftinguna. 4. Nesprestakall. Það liggur að hinum prestaköllunum þremur og nær yfir land Reykjavíkux-bæjar vestan Reykja- nesbrautar, Seltjarnarnes og Engey. Með nöfnum á brautum og götum er átt við þær sjálf-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.