Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 37
Kirkjuriti'ð. Kirkjuvígslur í sumar. 317 Skuld kirkjunnar, er byggingu hennar var lokið, var kr. 1700,00, og hefir hún verið lækkuð, þegar þetta er ritað. llngniennafélagið „Smári“ gaf altaristöflu, er komin var i kirkj- una á vígsiudaginn. Er það Kristsmynd gerð af Ólafi Magnús- syni, ljósmyndara í Reykjávík. Altarisstjakar voru gefnir af frú Jensínu Guðmundsdóttur, í minningu um mann hennar, Sigurgeir Asgeirsson, sem um langt skeið var formaður sóknarnefndar- innar og öllum er að góðu kunnur þar í sókn. Konur í sókninni saumuðu hökul í kirkjuna. Séra Einar Sturlaugsson á Patreks- firði, sem fermdur var í hinni gömlu Óspakseyrarkirkju, gaf Biblíu í vönduðu bandi. Sóknarnefnd Óspakseyrarkirkju skipa nú: Jón Lýðsson, lirepp- stjóri Skriðnesenni, formaður, Þorkell Guðmundsson bóndi Ó- spakseyri og Guðmundur Einarsson bóndi í Gröf. Við kirkjuvígsluna voru þessir prófastar og prestar viðstaddir: Séra Jón prófastur Brandsson í Kollafjarðarnesi, séra Ásgeir prófastur Ásgeirsson Hvammi, séra Jón Guðnason á Prestsbakka, séra Jón N. Jóhannessen Stað í Steingrímsfirði og séra Einar Sturlaugsson á Patreksfirði. Stcig séra Jón prófastur Brandsson í stólinn við vígsluathöfnina. Að henni lokinni bauð kvenfélag sóknarinnar öllum kirkjugestum til kaffidrykkju í samkomuhús inu á Óspakseyri og voru þar ræður fluttar. Enn safnaðist margt fólk inn í liina nýju kirkju bæði til þess að skoða hana og syngja. Tóku allir, sem inn komu, þált í söngnum, og var það hin mesta ánægjustund. Berufjaröavkirkja í Suður-Múlaprófasisdæmi var vigð sunnu- daginn 11. ágúst. Dagurinn rann upp hjartur og fagur og bjuggu menn sig til vígslunnar með gleði i liuga. Sóknarpresturinn á Djúpavogi, séra Pétur T. Oddsson, sem þjónar Berufirði, kom frá Djúpavogi, ásamt biskupi, í fyigd með 40 manns og þar á meðal læknishjónunum á Djúpavogi og kaupfélagsstjóralijónun- um. Annaðist læknisfrúin organistastörf við vígsluna og söng- stjórn og fórst það ágætlega úr hendi. Bygging Berufjarðarkirkju á sína merkilegu sögu, sem að vísu er orðin kunn. Bóndinn í Berufirði, Ragnar Guðmundsson, hóf ótilkvaddur kirkjusmiðina, ásamt öldruðum föður sínum og vann síðan einn að henni eftir fráfall föður síns. Ennfremur hefir hann unnið að því að setja ágæta girðingu í kringum grafreitinn í Berufirði. Hefir liann þannig leyst af liendi alveg óvenjulega fórnarríkt starf, sem lengi mun verða minnst með þakklæti, enda er það eftirtektarvert og fagurt fordæmi. Er kirkjusmíðin prýði- lega af hendi leyst. Kirkjan er 18 fet á lengd og 12 fet á breidd og 10 fet undir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.