Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 35
Kirkjuritið.
Kirkjuvígslur í sumar.
Á þessu sumri hafa fjórar kirkjur verið vígðar, þrátt fyrir
alla byggingarerfiðleika. Eru kirkjurnar allar hinar prýðilegustu,
hœði að útliti og öllum frágangi og hefir hvarvetna ríkt áhugi
um byggingu þeirra.
Fyrsta kirkjan, sem vígð var, er Tjarnarkirkja ú Vatnsnesi.
Hún er 19 álnir á lengd og 8 álnir á breidd, innanmáls. Vegg-
hæð hennar er rúmar 4 álnir og 5% efst í hvelfingu. Turnhæð
8 álnir og með krossmarki um 14 álnir. í sæti tekur kirkjan 72,
auk þeirra, sem í kór geta staðið, en alls mun kirkjan geta rúm-
að um 150 manns. Húsameistari Guðjón Samúelsson gerði upp-
d.ráttinn að kirkjunni. Hún er í hvolfbogastil að mestu leyti, stein-
steypt og hið vandaðasta liús. Altari, prédikunarstóll og kirlcju-
bekkir er alt nýtt, gert eftir fyrirsögn húsameistara.
Segja má, að kirkjan hafi verið í smíðum i 10 ár. Er það sízt
undarlegt, er tillit er tekið til þess, að gjaldendur í sókninni munu
ekki hafa verið nema 65, að meðaltali, á þessum árum, en lcirkj-
an kostar alls um kr. 18.000.00. Þegar sú uppliæð er athuguð og
hinsvegar íbúatala sóknarinnar, getur það ekki dulist, að kirkju-
byggingin er mikið afrelt og hið mesta hrósunarefni Tjarnar-
söfnuði, sem ávalt hefir liorft á og stefnt á markið, þar til því
var náð. Þegar kirkjusmíðin hófst átti kirkjan aðeins kr. 1200.00
í reiðu fé. Hitt hefir komið með niðurjöfnun, er sóknarbúar
hafa lagt á sig og vinnugjöfum, nokkrum styrk frá liinu opin-
bera, happdrætti o. s. frv. Mun söfnuðurinn skulda nálægt kr.
7000.00, er kirkjusmíðinni er tokið, og getur það ekki talist mikið,
þegar þess er gætt, livað verkið liefir kostað.
Sóknarnefndina skipa: Helgi bóndi Thorlacius á Tjörn, Loftur
Jósefsson bóndi að Ásbjarnarstöðum og Guðmundur Jóhannes-
son bóndi að Þorgrímsstöðum, en þegar verkið hófst, var Guð-
mundur bóndi Arason á Illugastöðum formaður nefndarinnar.
Aðalmaðurinn, sem unnið hefir að smíðinni og séð um hana frá
fyrstu, er Sæmundur Skarphéðinsson, trésmíðameistari á Hvannns-
tanga, og ber öllum, sem kirkjuna hafa séð, saman um, að hann
hafi unnið verk sitt bæði af hagleik og mikilli kostgæfni. Þeir,
sem ásamt Sæmundi einkum hafa unnið að verkinu liin síðari
ár, eru þeir Björn Benediktsson, trésmiður úr Hafnarfirði, Sig-