Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 30
Október. Bréf frá Kína. The Bishop’s House Hong Kong. Hr. prófessor Magnús Jónsson, Háskóla Islands. — Reykjavík. Kæri vinur! Innilegar þakkir fyrir kærkomið bréf frá yður, skrifað á Gamlársdag s.l. ár og móttekið fyrir rúmlega tveimur vikum. Nú fer að styttast dvölin hérna í Hong Kong, því ákveðið er nú að við förum í lok þessa mánaðar inn í landið, til Hunan-þéraðs- ins, þar sem búið er að ákveða okkur stað til framtíðar starfs. Sennilega finnið þér ekki borgina Anhwa á kortum, sem fást á íslandi, en þessi borg er skamt frá höfuðborg Hunan-héraðs- ins, Changsha. Þó mikið sé að gera, ætla ég samt að nota þennan indæla vetrarmorgun til að segja yður frá ýmsu, sem ber fyrir augun hérna austur frá. Núna er fremur kalt í veðri, aðeins 18 stiga liiti á Celcius, en sólskin og blíðviðri mesta. Skamt frá borginni að norðanverðu, í fjallaskarði einu, ofan- vert við flugvöllinn, búa vinir okkar, ensk kristniboðafrú með tveimur sonum sínum. Sá eldri er aðeins 3ja ára, hinn er ekki ársgamall. Við fórum um daginn í heimsókn til þeirra; Tonnny litli er' góðkunningi minn og okkur þykir gaman að hittast. — Á leiðinni upp á fjallið gengum við fram hjá Kwanyin-musteri einu. Það er afar lí+ið og ekki fallegt, en jió frægt mjög, enda er liað bygt á mjög fögrum stað, hátt uppi i fjallshlíð, klukkutima gang frá útjaðri borgarinnar. Hér er ágæt kirkjnsókn. Daglega fer straumur af fólki úr borginni upp til musterisins til að færa fórnir; þetta stendur yfir allan liðlangan daginn. Kwanyin er sem sé hamingju- og liknar-gyðja. Blindir menn eru leiddir upp, haltir menn eru studdir af vinum sínum, mæður bera eða leiða börn sin; betlarar eru allstaðar. Prestarnir verða að fara snemma á fætur til að spá og taka við fórnargjöfum. „Viljið þið ekki koma inn og tilbiðja guðinn?“ spyr kínversk kona, sem kom á móti okkur. „Við tilbiðjum ekki goð, við tilbiðjum Shang- Ti,“ segjum við og bendum á himininn til að hún skilji okkur. •—

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.