Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 42
322 Innlendar fréttir. Október. Prestafundur á Húsavík. Prestarnir í Suður-Múlaprófastsdæmi héldu fund 14.—15. ágúst á heimili prófastsins á Húsavik, séra Friðriks A. Friðrikssonar. Ræddu þeir um kristindómsfræðslu barna og unglinga og gjörðu um það mál svofeldar ályktanir: ,,1) Æskilegt er, að aukin verði kensla og æfingar i barna- spurningum í guðfræðideild Háskóla íslands, og að i sambandi við þær fari fram kensla i barnasálarfræði og uppeldisfræði. 2) Nauðsynlegt er, að sem flestir kennarar verði færir og fúsir til kristindómskenslu í barnaskólum, með því að bæði staðhættir og starfsskilyrði presta gera þeim víðast hvar ókleift að taka þá fræðslu að fullu og öllu í sínar hendur, auk þess sem vafasamt má teljast, að heppilegt sé, að fela hana „völdum sérkennuruni", þótt þeirra væri kostur, þar sem heildarfræðsla hvers bekkjar er í höndum eins og sama kennara. 3) Athuga her, hvort ekki sé rétt að stofna námsstjóraembætti í kristnum fræðum. Skipi þá stöðu raaður með guðfræðilega og uppeldisfræðilega mentun, hafi eftirlit með kristindómsfræðslu barna og ungiinga, leiðbeini prestum og kennurum, semji eða geri tillögur um kenslubækur og kenslutæki kristinna fræða, jafnframt jiví scm hann gæti haft á hendi kenslu í þessari grein i guðfræðideild og væntanlegri kennaradeild við Háskóla íslands. 4) Möguleikar eru fyrir hendi um aukna kristindómsfræðslu og vaxandi áhrif á börn og unglinga í prófastsdæminu með j)ví: a) að rækja húsvitjanir betur en nú tíðkast, b) að hefja skipulagðar skólavitjanir, c) að láta hinn formlega fermingarundirbúning hefjast eigi síð- ar en um 12 ára aldur, d) að taka j)átt í félagsskap unglinga, e) að viðhalda sambandi við fermingarbörnin, á þann hátt sem hentar bezt á hverjum stað (félög, heimboð, æskulýðsguðs- þjónustur, o. s. frv.). 5) Enda þótt fundurinn taki lil umræðu ýms almenn vanda- mál í sambandi við kristindómsfræðslu hér á landi, meðal ann- ars miðað við hina stærri hæi, sér hann ekki ástæðu til, á þessu stigi málsins, að iáta skoðanir sínar á þeim opinberlega í ljós.“ í lok fundarins flutti séra Árelíus Níelsson erindi i sóknar- kirkjunni um kirkjuna og æskulýðinn. Fundurinn fór liið bezta fram, og fylgdust ýmsir forys’tumenn Húsvíkinga með starfi hans af miklum áhuga. Sátu þeir síðast ásamt prestunum í boði hjá prófastshjónunum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.