Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 28
308
Sigurgeir Sigurðsson:
Október.
stjórn og Alþingi hefir í raun og veru sýnt hug sinn í þess-
um málum, og ég efast ekki um, að bæjarstjórn Reykja-
víkur muni einnig rétta fram liendur til stuðnings. í sum-
ar, er ég var staddur á Akureyri, þar sem mjög vegleg
kirkja verður vígð innan skamms, var mér sagt, að bæjar-
stjórn Akureyrar hefði ákveðið að leggja mikið verk í sam-
bandi við lóð hinnar nýju kirkju, verk, sem sennilega
mundi kosta bæjarsjóðinn um eða yfir 50.000.00 króna.
Ég fagna því að mega vinna að og leggja fram alla þá
krafta, sem mér er unt, til þess að þessar hugsjónir, sem
ég hefi rætt um, komist í framkvæmd og ég heiti á alla
góða menn, alla Reykvíkinga, sem trú eiga á það, að kirkja
Krists eigi hið mikla hlutverk að vinna í landi voru, að
hefja þjóðina á hærra stig trúar, siðgæðis og þroska, að
taka höndum saman um kirkjumálin í þessum bæ.
Ef vér ætlum að hafa áhrif á börn og æskulýð þessa
hæjar og þessa lands og innræta þeim hugsjónir, lífsregl-
ur, kenningu og trú Jesú Krists og vekja hjá þeim ást til
Guðs, til lífsins og mannanna umhverfis þau, þarf mikið
starf. Því það ungur nemur, gamall temur.
Ég fór fyrir skömmu í hifreið með vini mínum til Hafn-
arfjarðar. í bifreiðinni var einnig lítill drengur, sýnilega
greindur vel og eftirtektarsamur. Mig furðaði á, live greind-
arlega þessi lilli drengur talaði, og ég spurði hann, hve
gamall hann væri. Hann svaraði þegar í stað: „Ég er fjögra
ára“. Rétt í því flaug stór flugvél yfir, þar sem við fórum.
Þá segir lilli drengurinn, svo einstaklega blátt áfram:
„Skyldi þetla nú vera „Hurrycane eða Spitfire“. Ég liafði
mikla ánægju af greind og athygli litla drengsins, sem
skein út úr orðum hans. En síðar vakli þetta líka aðrar
hugsanir. Það er um þessar mundir mikið talað um hern-
að og hernaðartæki. Ný og ný áhrif flæða yfir og inn í
barnssálirnar.
Vér þurfum að vera á verði! Vanrækslan að tala við
börnin og æskulýðinn um Guð og liið æðsta og bezta, er
vér vitum, er aldrei hættulegri en nú.