Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 34
314
J. P.: Kirkjan í Skóginum.
Október.
sem ómálga börn í örniuin kærleiksríkrar móður og eru
umvafðir bænum hennar. Kanske heyra þeir hann í gný
brims og storma um skammdegisnætur við nyrztu böf —
eða í mildu bjali andvarans í laufguðu birkikjarri.
Kanske sjá þeir bann í gliti fallandi sólar, þegar þeir
á sumarkvöldi eru einir upp lil fjalla. Eða í stirndum
vetrarhimninum með blikandi norðurljósum.
Hvílík lotning fyrir binu mikla albeims afli hefir
ekki gripið skáldið Einar Benediktsson við slika sýn, þeg-
ar liann orkti kvæði sitt „Norðurljós“.
Innan reynslutakmarka livers manns liggur nærvera
okkar hulda verndarkrafts.
Jóhannes Pálmason.
Aðalfundur „Hallgrímsdeildar“ 1940.
Aðalfundur „HallgrimsdeildaP' 1940 var haldinn að Borg á
Mýrum laugardaginn 31. óg. Mættir voru á fundinum 11 deild-
armenn. Eftir að formaður deildarinnar hafði gefið skýrslu um
s’cörf deildarstjórnarinnar á árinu, liófusl umræður um lijálpar-
meffnl presta viö ræðugerð, og hafði séra Björn Magnússon á
Borg framsögu. Umræður urðu allmiklar, og voru að þeim lokniun
samþykt tilmæli til stjórnar Prestafélags íslands þess efnis, að
hún léti safna í eina heild þeim skrám eða tilvitnunum til lijálp-
argagna við ræðugerð, sem til kunna að vera, með það fyrir
augum, að safnið verði síðan endurskoðað og samræmt og cf
fært þykir gefið út til afnota fyrir íslenzka presta.
f sambandi við fundinn voru fluttar guðsþjónustur af deildar-
prestum, bæði í Borgarnesi á laugardagskvöld og í öllum kirkj-
um í Hestþingaprestakalli á sunnudaginn, en fyrirlestrar voru
fluttir í Borgarnesi og Lundi í Reykjadal syðra.
Fundurinn lauk störfum á Hvanneyri á sunnudagskvöldið.
Björn Magnússon.