Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 36
316 Sigurgeir Sigurðsson: Október. urður Egilsson, smíSakennari frá Reykjavík og málarinn Marinó Guðmundsson úr Hafnarfirði. Ýmsar gjafir hafa kirkjunni verið gefnar. Kvenfélagið „Von“ gaf altarisklæði, altarisdúk og altaris- stjaka. Á vígsludegi barst kirkjunni að gjöf frá Sigurði Jónssyni, skólastjóra á Seltjarnarnesi, fögur Kristsmynd af sömu gerð og Kristsmynd sú, er stendur á altari Háskólakapellunnar. Félagið ,,Reynir“ á Vatnsnesi gaf kr. 200.00 til lcaupa á „harmonium" handa kirkjunni. Við vígsluathöfnina var fjöldi fólks saman kominn. Prest- vígðir menn voru þar sem hér segir, auk biskups: Sóknarprest- urinn séra Sigurður Norland, séra Björn prófastur Stefánsson á Auðkúlu, er báðir prédikuðu þenna dag, séra Jóhann Briem og séra Stanley Melax. Allmargt fólk var frá Hvammstanga og víðar að. Var þar t. d. stödd frú Guðrún Ágústsdóttir úr Reykjavík, er söng einsöng við vigsluathöfnina. Vakti það mikla ánægju kirkjugesta. Að athöfninni lokinni voru kirkjugestum veittar góð- gerðir á kirkjustaðnum við rausn mikla. Þótt veður væri ekki liið ákjósaniegasta þenna dag, hvíldi há- tíðblær yfir deginum og atliöfninni. Óspakseyrarkirkja i Strandaprófastsdæmi var vígð 14. júlí.Var sá dagur einhver hinn fegursti sólskinsdagur, sem völ er á. Var þar saman kominn mannfjöldi mikill úr þremur sýslum. Meðal kirkju- gesta þeirra, er komnir voru lengst að var fyrv. bankagjaldkeri Jón Pálsson og iék hann „præludium“ (forspil) í byrjun athafn- arinnar. Annars annaðist Guðmundur Einarsson bóndi í Gröf organistastörfin og fórst það hið bezta. Var söngur mikill og góð- ur í kirkjunni. Hin nýja Óspakseyrarkirkja er 8,30 m. á lengd og 5,50 m. á breidd. Vegghæð er 2,30 m. Hvelfing 1,40 m. og turnhæð 8 m frá gólfi. Kirkjan tekur 54 í sætum, en alls mun hún rúma 100 manns. Ivirkjusmíðin var hafin í maímánuði 1939 og hefir kirkjan kost- að í útlögðu fé kr. 6308,00. En í raun og veru kostaði hún meira. Vinnan við verkið var mjög ódýr; bæði voru vinnugjafir nokkr- ar og smiðirnir vægir í kröfum. Þorkell Guðmundsson bóndi að Óspakseyri hafði aðallega eftirlit með verkinu, en aðalsmiður- inn var Gísli Gíslason, trésmíðameistari i Hvítuhlíð. Húsameist- ari ríkisins gerði uppdráttinn að kirlcjunni, en síðar var gerð nokkur breyting á honum, i samráði við sóknarnefnd og söfnuð. Kirkjan er að vísu litil, en þó hið fegursta og vandaðasta hús. Voru samtök góð og samhugur um kirkjubyggingarmálið. Ýmsir gáfu dagsverk og almenn samskot fóru fram og gáfu þar til flestir safnaðarmanna ásamt prófastinum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.