Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 40
Október.
Nýtt prestafélag á Austurlandi.
Þann 13. ágúst s.l. var á Ketilstöðum á Völlum stofnað Presta-
félag Austurlands, er nær yfir Norður- og Suður-Múlaprófasts-
dæmi. Stofnfundinn sátu 9 af 12 prestum prófastsdæmanna ásamt
biskupi landsins, herra Sigurgeir Sigurðssyni, er þá var á yfir-
reið um Austurland, og beitti sér fyrir stofnun félagsins. Félag
þetta er deild i Prestafélagi íslands og vill starfa í náinni sam-
vinnu við stjórn þess. Stefna þess og markmið er, samkvæmt
hinum samþyktu félagslögum, þessi:
a Að auka kynningu og samvinnu austlenzkra presta, glæða áhuga
þeirra á öllu því, er að starfi þeirra lýtur, og efla í hvívetna
hag þeirra og sóma.
h Að stuðla að auknu kristilegu starfi innan safnaðanna, s. s.
með stofnun æskulýðsfélaga, safnaðarfélaga og sunnudaga-
skóla. Ennfremur að vinna að því, að vaxandi trúarlegra upp-
eldisáhrifa gæti á nemendur í barna-, unglinga- og alþýðu-
skólunum á félagssvæðinu, og vill leita samvinnu og samstarfs
við stjórnendur skólanna í þeim efnum.
c Að ræða andleg og kirkjuleg mál, og beita sér fyrir aukinni
almennri fræðslu á þeim sviðum.
d Að vinna að menningar og líknarmálum, bindindismálum,
og yfirleitt hverju því, er horfir til aukinnar andlegrar og
líkamlegrar heilbrigði, og þroska þjóðarinnar.
Stofnendur félagsins, þeir er stofnfund sátu, voru þessir: Pró-
fastarnir séra Stefán Björnsson, Eskifirði, og séra Jakob Einars-
son, Hofi í Vopnafirði, og prestarnir: Séra Pétur T. Oddsson,
Djúpavogi, séra Vigfús Þórðarson, Eydölum, séra Sveinn Víkingur,
Seyðisfirði, séra Vigfús I. Sigurðsson, Desjarmýri, séra Hólm-
grímur Jósefsson, Skeggjastöðum, séra Sigurjón Jónsson, Kirkju-
bæ og séra Pétur Magnússon, Vallanesi. Þrír prestar i Suður-
Múlaprófastsdæmi gátu ekki mætt á fundinum vegna forfalla, en
hafa óskað að verða skráðir meðal stofnendanna, en það eru séra
Haraldur Jónasson, Kolfreyjustað, séra Þorgeir Jónsson, Norð-
firði og séra Haraldur Þórarinsson, Mjóafirði. Ennfremur er meðal
stofnendanna skólastjóri Eiðaskólans, Þórarinn Þórarinsson cand.
theoi.
Stjórn félagsins skipa nú:
Séra Sveinn Víkingur, Seyðisfirði, formaður, og meðstjórn-
endur prófastarnir séra Stefán Björnsson og séra Jakob Ein-
arsson.