Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 23
KirkjuritiS.
Kirkjumál Reykjavíkur.
303
ar, en ekki húsin báðuin megin við þær, með öðrum orð-
um, gatan eða brautin er línan, sem skilur.
Með þessari skiftingu verður Dómkirkjuprestakallið og
Hallgrímsprestakallið hlutfallslega fólkflest og þá sérstak-
lega Dómkirkjuprestakallið. Þótti rétt að baga þessu svo,
því að allar líkur eru til að fólki fremur fækki í miðri
borginni, eða sú er að minsta kosti reynslan allsstaðar
annarsstaðar í borgum og bæjum. Fólkið flytur úr mið-
bænum, en þar risa upp opinberar byggingar, skrifstofur,
verzlunarbús o. s. frv. Hinsvegar eru byggingarlóðirnar
utanvert við bæina, eins og hér á sér stað, bæði í Laugar-
nes- og Nesprestaköllum. Mun fólksfjöldi þar fara ört
vaxandi á komandi árum.
Dómkirkjuprestar'nir tveir þjóna að sjálfsögðu presta-
kalli sínu áfram.
I Hallgrímsprestakalli verða kosnir tveir prestar, því
að þar verða þjóðkirkjumenn nálægt 12000. Aftur á móti
verður aðeins einn prestur í Laugarnes og Nesprestaköll-
um. Verða þannig í framtíð 6 þjóðkirkjuprestar í Revkja-
vík í 4 prestaköllum og verða nú upp frá þessu þessi 4
prestaköll sérstakt prófastsdæmi með dómprófasti i
Reykjavík. Við blið þjóðkirkjunnar starfar svo fríkirkjan
í Reykjavík og eru meðlimir bennar á víð og dreif um
bæinn, eins og áður var og sízt til þess ætlast að þetta
dragi á nokkurn hátt úr liinu góða og mikilvæga starfi,
sem hún befir unnið bér í bænum undir forystu prests
þess, sem þeim söfnuði befir þjónað og þjónar enn í dag,
og annara áhugasamra manna.
Það er svo um liina nýju skipan í kirkjumálum Reykja-
víkur, eins og að vísu flest mál, að nokkra baráttu hefir
það kostað að koma þeim í það borf, sem hér að framan
segir, og ef til vill eru líka ýmsir enn, sem ýmislegt finna
að atbuga við það, sem gert hefir verið og finst að nógu
miklu hafi ekki verið áorkað, eða að betur hefði farið,
ef þetta hefði orðið á einbvern annan liátt. Sjálfsagt eru
bér einbverjar misfellur, sem benda má á, en með góð-