Kirkjuritið - 01.10.1940, Page 41

Kirkjuritið - 01.10.1940, Page 41
Kirkjuritið. Nýtt prestafélag á Austurlandi. 321 í framhaldi af fundi þessum var svo næsta dag haldinn á Ketilsstöðum héraðsfundur Suður-Múlaprófastsdæmis. Meðal tillagna þeirra, sem samþyktar voru á fundinum, var á- skorun til Alþingis og ríkisstjórnarinnar um að afnema nú þegar nefskattinn til prestslaunasjóðs. Er það og naumast vansalaust, að hin íslenzka þjóðkirkja þoli það, án þess að mótmæla því kröftuglega og hvað eftir annað, að lagður sé á þegnana sérstakur skattur til þess að launa prestana, sem þó eru starfsmenn ríkisins engu síður en t. <1. læknar, sýslumenn eða kennarar, og hefir þó engum dottið í hug, svo að vitað sé, að leggja á almenning sérstakan læknalaunaskatt, kennaralaunaskatt eða ráðherraskatt, enda myndu slikar tillögur réttilega verða nefndar hlægileg fjar- stæða. En því á þá að halda dauðahaldi í prestslaunaskattinn? Er ekki löngu kominn tími til að afnema hann, og það því fremur sem skattur þessi er mjög ranglátur að því leyti, að jafnl er látinn gjalda hann ríkur og óríkur, sjúklingar, örvasa gamal- menni, styrkþegar og jafnvel hinir dauðu, ef legið hafa skemur en hálft úr í gröf sinni, þegar skatturinn fellur í gjalddaga. Ofan ó þetta bætist svo það, að sóknarnefndunum er gert að skyldu að innlieimta þennan rangláta og óvinsæla skatt tii ríkissjóðsins, enda gengur sú innheima mjög misjafnlega, og reynslan yfirleitt sú, að sveitafólkið geldur þennan skatt reiðulega, en i kaupstöð- um og kauptúnum lieimtist hann yfirleitt illa og fjölmargir sleppa við greiðslu hans með öllu. Er hér enn ein óstæða fyrir þvi, að afnema beri þetta gjald. Að minsta kosti verður að krefjast þess, að innlieimtan verði framvegis algjörlega skilin frá inn- heimtu sóknargjaldanna til kirknanna og falin innheimtumönnum ríkisins á hverjum stað, en æskilegast og réttlátast væri liitt, að gjald þetta yrði niðurfelt með öllu. Að héraðsfundinum loknum fóru prestarnir og safnaðarfull- trúarnir ásamt biskupi í Hallormsstaðaskóg, en þar er, eins og kunnugt er, einn fegursti og friðsælasti staður Austurlands. Þá var skoðaður hinn glæsilegi og myndarlegi kvennaskóli að Hall- ormsstað, og bauð skólastýran, frú Sigrún Blöndal, gestum öllum til sameiginlegrar kaffidrykkju. Var sú stund únægjuleg og ó- gleymanleg, og Ieið tíminn fljótt við ræður og söng. Stofnun hins nýja prestafélags má hiklaust tclja merkan við- burð í kirkjumálum Austurlands. Nýir möguleikar liafa skapast til aukins samstarfs og sterkari átaka. Og ég held, að austlenzku prestarnir séu nú allir einhuga um að nota þó möguleika, og 'e8gja þar í krafta sína og metnað, að hið nýstofnaða félag megi hlómgvast og dafna, og verða austlenzkri kirkju og kristni til gagns og blessunar. Og með Guðs hjálp sigrar góður vilji. S. V.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.