Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 3
Kírkjuritið. Prestastefnan 1941. Prestastefnan sett. Hin árlega prestastefna var, að þessu sinni, haldin á Akureyri og sett af biskupi landsins í kapellu hinnar nýbygðu Akureyrarkirkju fimtudaginn 26. júní klukkan 4 e. h. Á undan setningu presta- stefnunnar hafði farið fram guðsþjónusta í kirkjunni, þar sem séra Sveinn Víkingur Grímsson, sóknarprestur á Seyðisfirði, prédikaði og lagði út af Mark. 5, 21—24 og 35—45. Var biskup fyrir altari á undan, en vígslubiskup, séra Friðrik J. Rafnar, á eftir og tók synoduspresta til altaris. Við guðsþjónustuna var hvert sæti kirkjunnar skipað, og liöfðu Akureyrarbúar sýnt presta- stefnunni þá kurteisi og virðingu að loka sölubúðum og skrifstof- um, meðan á messunni stóð. Prestastefnuna sóttu, að þessu sinni, auk biskups, 42 þjónandi Prófastar og prestar, 2 fyrverandi prestar og 2 guðfræðinemar. Við setningu prestastefnunnar las biskup Fil. 2, 1—11 og flutti haen. Að því loknu flutti liann ávarp það og gaf skýrslu þá, er hér fer á eftir: Ávarp biskups og yfirlitsskýrsla hans. Háttvirtu synodusprestar, kæru bræður og samstarfsmenn! Ég býð yður alla hjartanlega velkomna til þessa fundar. Það mun vera í fyrsta skifti, sem prestastefna íslands er lialdin liér á Akureyri. Ástæðan til þess, að liún var að þessu sinni boðuð hér, er sú, að eins og nú standa sakir er ýmislegt, sem gjörir fundarhöld erfiðari í Reykjavík en áður. Leiðir það af liernáminu. Það er nú erfitt að fá gott næði til slíks fundar sem þessa, vegna hins mikla mannfjölda, sem þar er samankominn, miklir erfiðleikar um hús- næði fyrir aðkomumenn, og liver dagur að segja má í meiri óvissu en vér liöfum átt að venjast. Margir liafa á síðastliðnu ári óttast, að hættan hafi vaxið á þvi, að truflun gæti orðið á daglegu lífi manna * Keykjavík. Á slíkum tímum þótti mér viðurhlutamikið að kalla íafn marga leiðtoga þjóðarinnar til Reykjavíkur og vanir eru að sækja prestastefnuna. Það er nú erfiðara en nokkuru sinni áður að segja um, hvað næsti dagur færir oss. Mér þótti þá jafnframt gott að fá tækifæri til þess í eitt skifti að stytta nokkuð leiðir presta á

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.