Kirkjuritið - 01.07.1941, Side 7

Kirkjuritið - 01.07.1941, Side 7
Kirkjuritið. Prestastefnan. 245 17. marz þ. á. eftir allþunga legu. Var hann fæddur 14. ágúst 1867 að Vogum við Mývatn. Foreldrar hans voru Hjálmar Helgason bóndi og kona hans Sigríður Vilhelmína Pétursdóttir. Útskrifaðist hann úr Latínuskólanum í Reykjavik 1892 og úr Prestaskólanum. 14. ágúst 1894. 1. júli 1895 fékk hann veitingu fyrir Eyvindarhól- um, en fór þangað ekki, en vigðist 25. júli s. á. til Helgastaða. Fjekk hann lausn frá embætti 1907, en gerðist þá aðstoðarprest- ur séra Benedikts Kristjánssonar að Grenjaðarstað. Árið 1911 voru bæði prestaköllin, Helgastaðir og Grenjaðarstaðir samein- uð í eitt prestakall og fékk séra Ilelgi veitingu fyrir því. Lét hann af prestskap árið 1930 og fluttist til Reykjavíkur ásamt konu sinni Elísabetu Jónsdóttur prests Björnssonar, og lifir hún mann sinn. Séra Helgi rækti prestsembættið af skyldurækni og tók allmikinn þátt í félagsmálum. Á yngri árum var liann kunn- ur íþróttamaður, sérstaklega er laut að hinni þjóðlegu íþrótt, íslenzku glímunni. Eftir að hann lét af prestsskap, átti hann eftir að vinna mik- ið og gott verk fyrir prestastétt landsins, sem oss er öllum kunn- ugt. Var starf hans fyrir Prestafélag íslands aðalstarf hans i allmörg ár. Lætur formaður Prestafélagsins, prófessor Ás- mundur Guðmundsson, svo um mælt í minningargrein um hann og starf hans í þágu félagsins: „Dæmi hans var i þessum efnum fegursta fyrirmynd hverjum þeim, er kunni að meta. I bana- legunni talaði hann um mál Prestafélagsins bæði í ráði og óráði, og seinasta daginn, sem hann lifði, var gengið með atbeina hans til fulls frá því, sem gera þurfti. Djúpur friður var yfir líkbörum hans. Það var eins og ómaði yfir þeim: „Gott. Þú góði og trúi þjónn“. Vér mundum allir hafa viljað gefa honum lsau eftirmæli. Vér þökkum honum allir og vottum honum virðingu vora. Prestsekkjur liafa látist þrjár. Eru það þær, frú Kirstín Pél- ursdóttir, f. 6. maí 1850, ekkja séra Lárusar Halldórssonar, dó hún í Reykjavík 28. september 1940, Guðrún Metta Sveinsdóltir, f. í Reykjavík 14. júli 1875, ekkja séra Sigurðar Jónssonar frá Lundi i Lundarreykjadal og frú Guðrún Sigurðardóttir, f. 20. febrúar 1865 á Flatey á Breiðafirði, ekkja séra Sigurðar prófasts Jenssonar í Flatey, lézt hún í Reykjavik 20. apríl 1940. Allar voru þessar prestsekkjur merkar og kunnar fyrir það, hvernig þær stóðu í prestskonustöðunni. Þær hafa dáið háaldr- aðar, og yngri kynslóðin veit ekki og þekkir ekki til neinnar hlítar æfistarf þeirra. En það er ekki ofsagt, að prestskonurnar íslenzku vinna margar hverjar, eins og þær, sem hér er um að ræða, merkilegt æfistarf og stundum við erfið skilyrði, sem þjóð-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.