Kirkjuritið - 01.07.1941, Síða 9

Kirkjuritið - 01.07.1941, Síða 9
Kirkjuritið. Prestastefnan. 247 allmikið i hana og önnur blöð og tímarit. Skáldmæltur var liann vel; innilega trúaður maður, og voru prédikanir hans samdar af djúpri trúartilfinningu. Mjög merkilegt kenslustarf liafði hann oftast með höndum á heimili sínu, og skifta nemendur lians mörgum tugum, er minnast hans sem kennara með riku bakklæti. Á ég margra ánægjustunda að minnast i samstarfi við bann á Vestfjörðum. Hefir hann víða á Vestfjörðum flutt prédik- anir sínar og fyrirlestra um kirkju- og menningarmál. Nokkuð hefir borið á lieilsubresti hjá honum hin síðustu ár, og mundi hann hafa þjónað embætti sínu enn um nokkurt skeið, ef svo hefði ekki verið. Hann er 69 ára gamall, er liann lætur af störfum. Þriðji prófasturinn, sem liættir prestskap frá fardögum, er séra Stefán Baldvin Kristinsson að Völlum í Svarfaðardal i Eyja- fjarðarprófastsdæmi. Hann er fæddur 9. des. 1870 í Yztabæ í Hrisey. Útskrifaðist hann úr latínuskólanum i Reykjavík 30. júní 1896 og úr prestaskólanum 24. júní 1899. Fékk hann veitingu fyrir Vallaprestakalli í Svarfaðardal og Stærra-Árskógspresta- kalli 27. ágúst 1901. Hefir hann altaf þjónað Vallaprestakalli, bar til er hann nú lætur af embætli. Prófastur i Eyjafjarðar- prófastsdæmi hefir hann verið síðan 18. apríl 1928. Séra Stefán er kvæntur Sólveigu Pétursdóttur, kaupmanns í Akureyjum, Eggerz. Á unga aldri vakti séra Stefán athygli á sér fyrir óvenju- miklar námsgáfur, og hafði hann langa tíð liæstu prófeinkunnir, er teknar voru. Og i skóla lifsins liefir séra Stefán prófastur unnið störf sín með mikilli sæmd. Hefir hann sýnt þar einlæga skjddurækni og áhuga og er með afbrigðum- vinsæll og virtur niaður safnaða sinna fyrir hið ágæta æfistarf sitt, eins og nú siðast hefir svo fagurlega komið fram, er hann hættir þjónustu sinni í kirkjunni. Hafa allir jiessir þrír fráfarandi prófastar og prestar gegnt ntal trúnaðarstörfum í söfnuðum sínum og verið í orðsins hezta skilningi leiðtogar og ráðgjafar safnaða sinna, sem leitað var til öllum stundum. Þeir hafa allir setið staðina, er þeir bjuggu á, af mikilli sæmd, með rausn og höfðingskap, og er óliælt að segja, að heimili þessi hafi verið mentasetur, er margvisleg góð og mikilvæg áhrif liafa stafað frá inn í lif safnaðanna. Allir lands- búar kannast við Fellsmúla, Rafnseyri og Velli. Þegar heim er komið, hlasa við fögur höfuðból, vel um gengin höfuðból, þar sem mannsliöndin hefir verið að verki af mikilll alúð. Á öllum bessum stöðum hefir verið komið upp trjá- eða blómgörðum, er prýða staðina. En í hinum innra verkahring þessara ágætu bjóna kirkjunnar er umfram alt fagurt starf, sem leitt hefir og leiða mun til blessunar fyrir alla þá, er þess nutu. Einlægar

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.