Kirkjuritið - 01.07.1941, Síða 16

Kirkjuritið - 01.07.1941, Síða 16
254 Prestastefnan. Júlí. prestastefnu, aö þessi nýbreytni muni verða starfi okkar og kirkjunni góð. Lýsti ég þvi þá greinilega, hvernig ég hugsaði mér, að liann hagaði störfum sínum, og eru lögin i samræmi við það. Hirði ég elcki um að ræða þau atriði nánar, enda yður öll- um ljós. Vona ég nú, að hinn nýi söngmálastjóri geti hafið starl' sitt á komandi liausti. Prestslaunasjóðsgjaldið, sem oft hefir verið rætt um bæði á safnaðar- héraðs- og öðrum kirkjulegum fundum, er nú með lögum létt af safnaðarfólki í landinu. Vil ég sérstaklega biðja yður þess að minna söfnuðina á, um leið og þér birtið þetta fyrir þeim, að iáta sóknarkirkjurnar, sem margar eru fátækar og liafa yfir litlu fé að ráða, njóta þess, að gjaldinu er létt af. Hygg ég, að margir sjái þörfina og verði fúsir til þess. Sóknargjöld verða framvegis ekki krafin af þeim, sem háaldraðir eru og vegna fátæktar og lasleika eiga erfitt með að greiða fé af liönd- um. Veit ég, að allir prestar landsins fagna því. Lengi hefir oss fundist ömurlegt, hve hinir merku sögustaðir islenzkrar kristni, Skálliolt og Þingvellir, hafa orðið útundan > mörgum hlutum. Oss hefir verið það ljóst, að brýn þörf er á að endurbyggja kirkjurnar á báðum þessum stöðum, því að eins og þær nú líta út, eru þær bæði kirkjunni og þjóð vorri til mikillar vansremdar. Nú eru líkur til, að þetta geti breyzt, og að á þessu verði ráðin bót, áður en mjög langt líður. Á síðasta Alþingi báru þingmenn Árnesinga og séra Svein- björn Högnason prófastur fram tillögu til þingsályktunar uni undirbúning kirkjubyggingar í Skálholti og á Þingvöllum. 1 þings- ályktunartillögunni er skorað á rikisstjórnina að láta fram fara í samráði við biskup landsins undirbúning til endurreisnar kirkjunum. Skal við undirbúning þenna sérstaklega taka ti 1- lit til þarfa safnaðanna og söguhelgi staðanna. Skutu uppdræl*' ir gerðir og kostnaðaráætlanir að framkvæmdum þessuin, °g verði þeim lokið á næsta Alþingi. — Veit ég, að flutningsmenn þessarar þingsályktunartillögu muni fylgja málinu fast eftir > framtíð að gera sitt bezta til, að framkvæmdir hefjist svo fljótt, sem auðið er, og hefi ég vonir um, að Alþingismenn yfirleitt taki þessu máli með skilningi. — Samþykt voru lög um kaup á Vatns- leysu i Viðvíkursveit. Var frumvarpið flutt af allsherjarnefnd og mælti ég með því, enda komu um það ákveðnar óskir frá söfn- uðinum og prófasti. Einnig var rikisstjórninni veitt lieimild t*1 að flytja prestssetrið frá Stað á Reykjanesi, að Reykhólum, sn®- kvæmt mjög eindregnum og einróma óskum úr söfnuðinum °8 af prófastinum í Barðastrandaprófastsdæmi. Geri ég ráð fyrir’

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.