Kirkjuritið - 01.07.1941, Síða 17
Kirkjuritið.
Prestastefnan.
255
að flutningurinn verði heimilaður af ríkisstjórninni, enda starfs-
skilyrði þar fyrir prestinn betri, þótt mikil eftirsjá sé að Stað
sem prestssetri, á margan hátt. —
Ýmsar málaleitanir bar ég fram við fjárveitinganefnd Alþingis,
bæði í samráði við kirkjumálaráðuneytið og kirkjuráð. Sumar
þeirra náðu fram að ganga, aðrar ekki. Meðal annars fór ég
fram á kr. 50.000.00 til viðlialds eldri prestsseturshúsum. Helm-
ingur þeirrar upphæðar var veittur, samkvæmt tillögum fjár-
veitinganefndar, og er biskupi, skrifstofustjóranum í dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu og ráðunaut ríkisstjórnar í siíkum mál-
um og hr. Birni Rögnvaldssyni falið að ráðstafa því fé undir
yfirumsjón kirkjumálaráðherra. Þó að þessi fjárveiting sé að vísu
ekki há, bætir hún að nokkuru úr, því að í þessu skyni hefir ekk-
ert fé verið fyrir hendi um skeið. — Enn flutti ég fyrir fjárveit-
inganefnd óskir um, að eftirlaun fyrverandi sóknarpresta yrðu
hækkuð upp í kr. 2400.00. — Alþingi varð ekki að þessu sinni
við þeim óskum, en ég hygg, að margir Alþmanna hafi talið, að hér
væri um sanngirnismál að ræða, og það verður að vera markmið
prestastéttarinnar að fá þeim óskum fullnægt, þegar launalögin
verða tekin til endurskoðunar, sem ég geri ráð fyrir að liéðan
uf biði ekki lengi. Aðalástæðan fyrir synjuninni að jjessu sinni
virðist vera sú, að endurskoðun launalaga embættismanna ríkis-
'ns væri í aðsígi, en ekki væri gerlegt að taka eina stétt út úr.
Til liúsbygginga verða veittar sem áður kr. 24000.00, til Akur-
eyrarkirkju kr. 5000.00, til prestakallasjóðs kr. 5000.00, auk fastra
fiða og upphæða, sem áður hafa verið veittar til kirkjulegra
þarfa. —
Tvö frumvörp, sem fyrir Alþingi lágu og prófessor Magnús
■iónsson flutti, náðu ekki samþykki að jiessu sinni. Voru það
frumvörp um biskupsdæmi þjóðkirkjunnar og kirkjuþing. Var
hið síðara samþykt upp úr efri deild, en féll við lítinn atkvæða-
niun við 2. umræðu í neðri deiid. Liggja þau til athugunar hér á
Prestastefnunni, og mun ég ekki ræða þau nánar fyr en þar að
keniur. Læt ég hér staðar numið við þingmálin, en vil aðeins bæta
t'ví við, að mér finst samúð Alþingismanna með málefnum kirkj-
nnnar fara vaxandi, og má það vera oss gleðiefni.
Fyrir skömmu síðan barst Prestsekknasjóðnum vegleg gjöf frá
sendifulltrúa Jóni Krabbe í Kaupmannahöfn á 100 ára afmælisdegi
•nóður hans, Kristínar Krabbe, f. 25. maí 1841, dóttur Jóns Guð-
niundssonar ritstjóra, er hann gefur sjóðnum kr. 10.000.00 (dansk-
ar krónur), „i minningu um áhuga hennar fyrir viðgangi Prests-
ekknasjóðsins og i minningu um þjóðlegt og menningarlegt starf
Prestastéttarinnar fyrir ísland á umliðnum tímum“.