Kirkjuritið - 01.07.1941, Síða 23

Kirkjuritið - 01.07.1941, Síða 23
Kirkjuritið. Prestastefnan. 261 að það muni yfirleitt horfa til eflingar íslenzkri kristni og kirkjulífi, að biskuparnir verði tveir, en telur hinsvegar, að við skiftingu landsins í tvö biskupsdæmi komi í ijós ýms þau atriði, er rannsaka þurfi og atliuga sem gaumgæfilegast, óður en frá löggjöf um þetta efni yrði gengið, svo sem um aðsetursstaði biskupanna, stærð biskupsdæmanna hvers um sig, synodushald og fleira. Ályktar því prestastefnan að kjósa þriggja manna nefnd til þess að athuga frumvarp þetta, og skili hún áliti sinu og tillögum á næstu synodus". í nefndina voru kosnir: Séra Sveinbjörn Högnason, séra Sveinn Víkingur og séra Friðrik J. Rafnar. (t. Kirlcjuþingsmálið. Frumvarp það um kirkjuþing fyrir ísl. þjóðkirkjuna, sem lá fyrir á síðasta Alþingi, en ekki hafði náð fram að ganga, hafði í byrjun prestastefnunnar verið falið nefnd manna til athugunar og umsagnar, og áttu sæti i henni þeir séra Sveinbjörn Högnason, séra Hermann Hjartarson, séra Helgi Kon- róðsson, séra Eiríkur Brynjólfsson og séra Gunnar Árnason. Svo- hljóðandi tillaga frá nefndinni var samþ. í einu hljóði: „Prestastefna Íslands, haldin á Akureyri 1941, lýsir því yfir. vegna framkomins frumvarps um kirkjuþing, sem felt var á síðasta Alþingi, að hún telur, að kirkjuþing gæti verið til bóta í mólefnum hinnar íslenzku þjóðkirkju, ef rétt er til stofnað. Hinsvegar telur prestastefnan, að slíkt frumvarp þurfi að fá rækilegan undirbúning, og þá helzt í sambandi við allsherjar endurskoðun kirkjuskipunar landsins“. 7. Um aukaverkagreiðslnr til presta urðu nokkurar umræður, og hafði vígslubiskup, séra Friðrik J. Rafnar, framsögu í málinu. Var samþykt að vísa málinu til kirkjuráðs. 8. Skýrsla barnaheimilisnefndar lá fyrir prestastefnunni eins og að undanförnu, og flutti ritari og gjaldkeri nefndarinnar, séra Hálfdan Helgason, prófastur á Mosfelli, ýtarlegt erindi um starfsemi nefndarinnar á undanförnum árum, eftir að hafa lagt fram reikninga Barnaheimilissjóðs fyrir árið 1940. Á síðastliðnu ári hafði nefndin styrkt tvö dagheimili fyrir börn, annað að Lundi í Öxarfirði og liitt í Laufahlíð í Reykjahverfi i S.-Þing. °g ennfremur veitt styrk til aðstoðar við að koma upp vetrar- dagheimili í Reykjavík. í sjóði við árslok voru kr. 2766.34. Mun Kirkjuritið, áður en langt um líður, gera grein fyrir störfum þessarar nefndar í sérstakri grein, svo að lesendur og aðrir þeir, sem málinu eru hlyntir, geti átt kost ó því að kynnast starfsem- inni frá byrjun, aðdraganda liennar og árangri. Öllum fundum prestastefnunnar stýrði biskup, en guðræknis- stundum að morgni dags stýrðu séra Friðrik .1. Rafnar vígslu- biskup og séra Jón Þorvarðarson prófastur.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.