Kirkjuritið - 01.07.1941, Page 24
262
Prestastefnan.
Júlí.
.9. Erindi voru flutt í sambandi við prestastefnuna. Tvö þeirra
voru flutt fyrir almenning í Akureyrarkirkju að kvöldi dags,
hið fyrra af séra Birni Magnússyni prófasti: Eina bjargráðið og
hið síðara af séra Jakob Jónssyni: íslenzka kirkjan í Vesturheimi■
Þriðja erindið var flutt á prestastefnunni sjálfri af Jóni Jónssyni
fyrv. lækni: Um kirkjusöng.
Ýmislegt.
Þrjú heilla- og árnuðarskeyti voru send frá
prestastefnunni. Hið fyrsta til hins nýkjörna
ríkisstjóra íslands, Sveins Björnssonar, liið annao til dr. Jóns
Helgasonar biskups í tilefni af 75 ára afmæli hans og liið þriðja
til formanns Prestafélags Íslands, prófessors Ásmundar Guð-
mundssonar, sem gat ekki mætt á prestastefnunni sökum lasleika.
Björgvin Guðmundsson tónskáld heimsótti prestastefnuna og
lék á hljóðfæri við eina guðræknisstund liennar. Á eftir mælti
biskup til lians nokkurum viðurkenningar og þakkarorðum fyrir
starf hans i þágu andlegrar tónlistar.
Fræðslumálastjóri liafði beiðst þess, að svohljóðandi tillaga yrði
lögð fyrir prestastefnuna:
„Prestastefnan felur biskupi ásamt kirkjuráði að vinna með
fræðslumálastjóra að samræmingu fermingar og fullnaðarprófs
barna, þannig að ekkert barn verði fermt fyr en það hefir
hlotið lágmarksþekkingu i námsgreinum þeim, er fræðslulög á-
kveða til fullnaðarprófs“. — Samþ. að vísa málinu til biskups-
Hljómleikar voru haldnir í Akureyrarkirkju á laugardagskvoJd
af dómkirkjuorganista hr. Páli ísólfssyni, sem við það tækifæri
vígði liið nýja liljóðfæri, sem lir. bankastjóri Vilhjálmur Þór
hafði gefið kirkjunni. Hafði Páll ísólfsson boðið öllum viðstödd-
um sýnódusprestum og konum þeirra á hljómleikana, og varð það
þeim hin ánægjulegasta stund.
Sóknarnefnd Akuregrar hafði boð inni fyrir sýnóduspresta og
konur þeirra á gildaskála Kaupfélags Eyfirðinga. Ávarpaði herra
Brynleifur Tobiasson mentaskólakennari gestina, þakkaði koma
þeirra og árnaði kirkju landsins og starfsmönnum hennar allra
heilla í framtiðinni, en biskup þakkaði og ósltaði Akureyrar-
söfnuði og Akureyrarbæ gæfu og gengis.
Kl. 7 á laugardagskvöldið hafði prestastefnan
Prestastefnunni j0]-;g störfum. Tók þá biskup til máls.og mælt>
s^‘®' til fundarmanna nokkurum kveðjuorðum, minti
á alvöru timanna og ábyrgð kirkjunnar. Þvi næst las liann Matt.
14, 27—36 og flutti bæn. Og er sunginn hafði verið sálmurinn
„Faðir andanna“, sagði hann prestastefnunni slitið.